Gripla - 01.01.1990, Side 19
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
15
frásögn Jóns Espólíns hefur að vonum löngum verið mest lagt upp úr
svokallaðri Kýraugastaðasamþykkt, prestastefnusamþykkt Odds bisk-
ups Einarssonar frá 19. maí 1592, um þetta efni. Svo segir í 6. grein
þeirrar samþykktar:
Item fyrirbjóði prestarnir hestaþing, vökunætur og smala-
búsreiðir á helgum dögum, hvort það sker nótt eður dag. En
dirfist nökkur að fara á þvílíkar samkomur og finnist þar nökkur
sá, sem ekki hefur heyrt áður Guðs orð á þeim degi, þá skal
hann klagast fyrir sýslumanninum. Item skulu prestarnir varast
að gjöra nökkuð að þessari gleði, heldur hefta slíkan ósóma svo
sem þeim er mögulegt.14
I prestastefnugerð biskups á Alþingi 1592 er talað um ‘vökunætur og
hestaþing og slík ónytsamleg mannamót’ í sömu andránni og skúr-
goðadýrkendur.15
Á prestastefnum Odds biskups 1600-1601 er ítrekað bann við vöku-
nóttum og hestaþingum ‘undir helgar eða á helgum dögum’, enda talin
til hégómlegra mannamóta.16
I skrá Þórðar lögmanns Guðmundssonar (d. 1608) um ‘embætti
hreppstjóra, . . . prestum til léttferlis’, sem útgefandi Alþingisbóka ís-
lands virðist helst ársetja 1573, hljóðar 8. liður af 10 á þessa leið: ‘Að
varða við hestavígum eður vökunóttum á helgum dögum,’ og raunar
fjallar 7. gr. um ‘að ei séu hafðar kaupstaða reiðir á sunnudögum.’ Það
kann þó að vera, að þessi skrá eða a.m.k. þessi tilfærðu atriði úr henni
séu yngri og standi í sambandi við Kýraugastaðasamþykkt Odds bisk-
ups, og raunar ýjar útgefandi Alþingisbókanna að því.17
Fyrst bæði Skálholtsbiskup og lögmaður sunnan og austan hafa slík-
an andvara á sér gegn-hestavígum, hlýtur næstum að vera, að þau hafi
verið iðkuð í tíð þessara tignu manna, eða fram undir 1600. Að banna
leikana um helgar hefur sjálfsagt jafngilt því að leggja þá niður vegna
margvíslegra sumaranna fólks. Undarlegt má þó vera að þess sjást
engin merki, að Guðbrandur biskup, eldri samtímamaður Odds bisk-
14 Alþingisbækur íslands II, bls. 255-6, 258. Sbr. og sama rit, bls. 263 (prestastefna í
Stafholti, svar við skriflegum spurningum biskups). í tilvitnun í Alþingisbækur í þessari
ritgerð er stafsetning samræmd.
15 Sama rit, bls. 268.
16 Sama rit III, bls. 226.
17 Sama rit I, bls. 198.