Gripla - 01.01.1990, Síða 20
16
GRIPLA
ups og nokkru yngri en Þórður lögmaður, hafi hreyft legg eða lið til að
berjast gegn hestavígum. Spyrja mætti: Er það af því, að hann ól næst-
um allan aldur sinn í mestu hrossahéruðum landsins, Húnavatnsþingi
og Skagafirði? Um Guðbrand verður þó ekki sagt, að hann hafi skort
siðavendni, t.d. þegar hann þrumaði í sálmabókarformála sínum 1589
gegn margvíslegum veraldlegum kveðskap, sumum að vísu misjafnlega
smekklegum. Raunar gildir hið sama um formála Guðbrands að
Vísnabókinni 1612.18
Oddur biskup Einarsson andaðist 1630, og varð sonur hans, Gísli
Oddsson (1593-1638), biskup í Skálholti eftir föður sinn til æviloka.
Árið 1636 sendi Gísli biskup frá sér tvö umburðarbréf, annað dagsett
26. apríl ‘öllum veraldlegum yfirvaldsmönnum í Skálholtsstigti, dóm-
endum, sýslumönnum og lögsagnarmönnum’, en hitt hreppstjórum,
aðeins ársett, en ekki dagsett. Bæði eru bréf þessi sneisafull af sið-
ferðilegri vandlætingu, og eru þar nefnd mörg herfileg dæmi um
ókristilegt framferði manna, sem brýnt er fyrir hlutaðeigandi fyrir-
mönnum að sporna við. En ekki er þar einu orði minnst á hestavíg eða
neitt, sem þau varðar. Má hiklaust gera ráð fyrir, að þau séu þá ger-
samlega af lögð í Skálholtsbiskupsdæmi. Þessi bréf Gísla biskups
Oddssonar eru bæði birt á íslensku í kirkjusögu Finns biskups (Histor-
ia Ecclesiastica Islandiœ III, bls. 144—157 (Litra C) og bls. 157-163
(Litra D)). Raunar hafði Gísli biskup sent próföstum og prestum um-
burðarbréf 6. júlí 1632, fyrsta sumarið sem hann sat á biskupsstóli, en
ekki verður séð, að hann hafi þar minnst á hestavíg (Biskupasögur I
(Sögurit II), Rvík 1903-1910, bls. 213).
NÁTTÚRLEG HESTAVÍG
Vitanlega heyja íslenskir stóðhestar baráttu sín á milli, og hana harð-
vítuga, bæði í byggð og á heiðum uppi, þegar um hryssurnar er að
tefla. Sú viðureign um aldir hefur vafalaust átt sinn þátt í því að halda
hrossastofninum hraustum og harðfengnum. En hvað sem því líður,
má segja, að enn fari fram ‘náttúrleg’ hestavíg á íslandi, meðan hrossa-
ræktarmenn hafa ekki alfarið tekið stjórnina í sínar hendur. Það er
ekki heldur alveg víst, að menn rjúki til og skakki leikinn, þó að
18 Páll Eggert Ólason, Menn og menntir III, Rvík 1924, bls. 745-747; Vísnabók, Hól-
um 1612, Ljósprent, Kh. 1937, bl. 1 v.