Gripla - 01.01.1990, Qupperneq 22
18
GRIPLA
hestaat, sem fram fór á Þingvöllum 1930 í tengslum viö Alþingishátíö-
ina, sem lengi hefur verið og veröur í minnum höfö.
Daníel Daníelsson (1866-1937), dyravörður við stjórnarráðið í
Reykjavík, var mikill hestamaður og þúsund þjala smiður, nam ljós-
myndagerð og bókband, vann að vesturfaraflutningum, stundaði bú-
skap, verslun, brauðgerð, kaupsýslu og veitingasölu. Frægastur er
hann þó e.t.v. af kvæði, sem Sigurður Z. ívarsson orti í Spegilinn um
það, þegar Jónas frá Hriflu sendi Daníel flengríðandi í apríl 1930 með
bréf inn að Kleppi til að leysa dr. Helga Tómasson frá starfi þar.20
Daníel gekkst fyrir stofnun Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík
árið 1922. Þegar leið að Alþingishátíðinni 1930, mun Morgunblaðið
einhvern tíma hafa getið þess í fréttum, að félagið Fákur ætlaði sér að
efna til hestaats á hátíðinni. Svo er að sjá sem fregnin hafi vakið umtal
og einhverjum hafi litist miðlungi vel á tiltækið. Af þessu tilefni kvaddi
Daníel Daníelsson sér hljóðs í Morgunblaðinu hálfum mánuði fyrir há-
tíðina með grein, sem hann nefnir ‘Hestaþing’.21 Tekur hann fram í
upphafi, að það sé ekki ‘Fákur’ sem eigi hlut að fyrirhuguðu hestaati á
Þingvöllum, ‘heldur undirritaður, sem algerlega ber ábyrgð á hestaat-
inu þar.’ Vegna þess ‘að nokkur misjafnlega tilbúinn orðasveimur er
þegar farinn að ganga hér um bæinn út af þessu væntanlega hestaati’
tekur höfundur sig til og ritar skilmerkilega sögu hestaþinga, eftir því
sem hún er kunn. ‘Hestaatið í sumar á að vera til þess að gefa almenn-
ingi nokkra hugmynd um, hvernig friðsöm mót fóru fram í fornöld,’
enda verði þess stranglega gætt, að engin meiðsl hljótist af, hvorki á
mönnum né hestum. ‘Um langan tíma hafa folar þeir, er notast eiga
við umrætt mót, staðið hlið við hlið í hesthúsi og aldrei hreyft þar hver
við öðrum, en þá þeir hafa verið látnir út, hafa þeir oft glímt af mikilli
list, án þess að hljóta meiðsl af. Það er því ástæðulaust fyrir þá menn,
sem komnir eru til vits og ára, að vera að þenja sig út með vandlæting-
um, þótt 2-4 graðhestar séu látnir við þetta tækifæri sýna hestaíþróttir
til forna, vitandi þó, að árlega hefja22 graðhestar blóðuga bardaga, þá
þeir á vorin ganga með hryssum, án þess að þessir sömu menn eður
aðrir geti við gert.’23
20 Um Daníel, sjá annars íslenzkar œviskrár og sjálfsævisögu hans / áföngum, Rvfk
1937.
21 Morgunblaðið 11. júní 1930, bls. 5-6.
22 Svo í blaðinu (prentvilla f. heyjal).
23 Smávegis er hróflað við stafsetningu og setningu greinarmerkja hér.