Gripla - 01.01.1990, Side 23
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
19
Tekið skal fram, að Daníel var Húnvetningur að uppruna og vissi
vel, hvað hann söng, þegar hestar voru annars vegar.
Svo rennur upp annar dagur hinnar rómuðu Alþingishátíðar, 27.
júní 1930, bjartur og skínandi. Niðri á völlunum eru hátíðarræður og
þinghald. En inni í Bolabás undir Ármannsfelli var efnt til kappreiða
‘Fáks’, sem bæði innlendir menn og erlendir, sumir hverjir hinna síðar-
töldu konungbornir, gerðu góðan róm að. Síðan fór fram hestavíg
undir stjórn Daníels. Er þá best að láta samtímaheimild skýra frá
undirtektum. En fyrst skal vikið lítið eitt að fjármálum og verðlags-
skyni á þessum tíma. Tekið skal fram, að sæmileg bjartsýni var ríkj-
andi þetta vor, enda var fjárhagskreppan mikla enn ekki skollin á hér
á landi, þó að hún gerði raunar vart við sig í lækkandi fiskverði þá um
haustið.
Islendingar hafa aldrei þótt naumir á fé, þegar þeir eru komnir í há-
tíðarskap og skemmtanaham. Kassabflar voru í förum milli Þingvalla
og Bolabáss, en mörgum óx fargjaldið í augum. Farið kostaði heila
krónu hvora leið, og þriðja krónan fór í að greiða aðganginn. Þó varð
þröng kringum bflana og færri komust að en vildu. Fjöldi manns fór
gangandi aðra leið eða báðar, sumir vegna skorts á farkosti, aðrir í
sparnaðarskyni. ‘Var einkennileg sjón að sjá þann mikla manngrúa,
sem gekk í sporaslóð þvert yfir hraunið og mosaþemburnar. Var þetta
svo stór skari, að áður en lauk voru margar troðnar götur að líta alla
leið úr Bolabás og niður á Leirur’, segir í fréttum af þessari skemmt-
un.24
Til samanburðar við almennt verðlag í landinu 1930 skal þess getið,
að nokkrum dögum fyrir hátíðina var auglýstur Þingvallaakstur á há-
tíðina. Fargjöld hvora leið voru a) með fólksbflum kr. 10,00 sætið, b)
með vörubflum með sætum kr. 5,50 sætið. Má gera ráð fyrir, að gjöld
þessi hafi verið í hærra lagi (miðað við bflaakstur almennt á þessum
tíma) vegna óvenjulegrar eftirspurnar. Kaup verkamanna í dagvinnu í
Reykjavík, miðað við 10 stunda vinnudag, var kr. 1,30 á klukku-
stund,25 en víða annars staðar á landinu var kaupgjald nokkru lægra og
víðast hvar miklu lægra, einkum í dreifbýli, enda mátti verkalýðshreyf-
ingin sín lítils nema í þéttbýli. Fimm hundruð krónur á mánuði þóttu
"4 Morgunblaðið 28. júní 1930, bls. 2, 4. og 5. dálkur, undir fyrirsögninni ‘Kappreið-
ar í Bolabás’. Sami fyrirvari og áður um frágang hér.
“5 Ólafur Björnsson, Þjóðarbúskapur íslendinga, 2. útg., Rvík 1964, bls 274.