Gripla - 01.01.1990, Page 24
20
GRIPLA
allhá embættislaun. Blöð verkamanna og samvinnumanna töldu, að
árslaun, sem færu yfir 8000 krónur, bæru vott um siðleysi og spillingu.
Þó munu bankastjórar og ráðherrar hafa haft talsvert hærri laun á
þessum árum.
En í fréttinni af kappreiðum í Bolabás í Morgunblaðinu, sem vitnað
er í hér að framan, er örstutt viðbót, afmörkuð með litlu striki frá því
sem áður er frá sagt:
Vel á minnst. Á eftir kappreiðunum átti að sýna hestaat. Hlakk-
aði fólk mikið til að sjá það og hafði þegar áður en seinasta
hlaupi lauk valið sér staði í brekkunum þar í grennd. En atið
misheppnaðist að mestu, og verði háð hestaat aftur, þá þarf að
haga því á annan hátt en hér var gert.
Eins og nærri má geta, hefur þessi dómur farið fyrir brjóstið á Daní-
el Daníelssyni. En þó lætur hann kyrrt liggja um hálfs mánaðar skeið.
Þegar Daníel hefur sótt í sig veðrið, hefur hann þetta að segja:
Ýmsir af þeim herskáustu mönnum, sem viðstaddir voru hestaat-
ið á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 27. f.m., létu óánægju sína í
ljósi yfir, að graðhestar þeir, sem þar var atið (svo), hefðu ekki
bitist af nægri grimmd.
í greinarstúf, er ég reit í Morgunblaðið skömmu fyrir hátíðina,
gat ég þess, að ég myndi gæta þess við atið, að hestarnir hlytu
sem allra minnstar skemmdir, en hins vegar vildi ég leitast við að
sýna, hvernig friðsöm hestaat (svo) til forna myndu hafa farið
fram. Hvernig mér hefir tekist að uppfylla það loforð má lengi
deila um, því sitt sýnist hverjum um þetta sem annað, en ljós-
myndir þær, er ýmsir ljósmyndarar tóku þar af atinu, sýna
glöggt, hvernig það fór fram, og bera margar þær myndir með
sér, að folarnir bitust, og eitt var víst, að þeir risu vel upp, en
börðust ekki með afturfótunum, enda hefði það getað orðið
ónotalegt fyrir þá menn, sem næst tróðust að girðingunni, sem
folarnir voru í.
Hinsvegar játa ég, að innan handar var fyrir mig að láta folana
berjast og bítast af meiri grimmd en þeir gerðu. Slíkt má gerast
upp á tvennan máta. Annar mátinn er sá að hafa hryssur í nánd
við folana, en hinn er sá að keyra hestana fram með þar til gerð-