Gripla - 01.01.1990, Page 25
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
21
um stöfum.26 Þetta hvorutveggja var viðhaft til forna og stundum
víst í ríkum mæli, og gafst það upp og ofan vel.27
Ekki er höfundi þessarar ritgerðar kunnugt um, að efnt hafi verið til
hestaats sem leiks á íslandi síðan 1930, en enn leika hross frjáls í sum-
arhögum víða um land. Fæst af því, sem þar gerist, hefur verið skráð á
bækur, fest á léreft eða filmað.28
JÓN ESPÓLÍN UM HESTAVÍG Á BLEIKSMÝRARDAL 1623
Þá er komið að Jóni Espólín og hinni kunnu frásögn hans um hestavíg-
ið á Bleiksmýrardal. Árbækur hans (I.-XII. deild, Khöfn 1821-1855)
taka yfir tímabilið 1262-1832. Þær eru stórbrotin og stórmannleg til-
raun til að skrifa samfellda sögu þessa tímabils. Jafnan verða þær tald-
ar meðal merkisverka í íslenskri sagnaritun, hvað þá ef þær eru metnar
í samræmi við það gildi, sem þær höfðu fyrir sinn tíma. Að vísu er
mjög auðvelt að benda á agnúa á þessu mikla riti, svo sem óeðlilega
niðurbútun efnisins vegna árbókarformsins og ofurgnótt ættfræðiefnis
og persónufróðleiks, sem liggur utan við söguþráðinn. Þó að heimildir
Jóns Espólíns hafi enn ekki verið kannaðar til hlítar, er ljóst, að hann
styðst mjög við annála, sem fæstir höfðu verið prentaðir um hans
daga, en einnig við ýmiss konar sagnarit, svo sem biskupasögur Jóns
Halldórssonar, Kirkjusögu Finns biskups (á latínu, en ætti skilyrðis-
laust að þýða á íslensku), æviminningar, prentaðar sem óprentaðar, og
26 Ummæli um hryssurnar og nærveru þeirra minna á tilsvar Finns jarls Árnasonar í
Heimskringlu, er Haraldur konungur Sigurðarson gaf honum kost á, teknum höndum í
Nizarorustu, að þiggja grið af frændkonu sinni Þóru (Þorbergsdóttur Árnasonar, drottn-
tngu Haralds, sem viðstödd var orustuna): ‘Eigi er nú undarligt, at þú hafír vel bitizk, er
nierrin hefir fylgt þér.’ (Heimskringla III, Rvík 1979, bls. 155). Þakksamleg ábending dr.
Lúðvíks Ingvarssonar. - f lýsingum fslendingasagna á hestavxgum er ævinlega gert ráð
fyrir, að etjandi hafi staf eða stöng í hendi til að styðja við og hvetja hest sinn. Beiting
stafsins verður oft helsta misklíðarefnið í hestavígum. Sbr. tilvitnun x Þorsteins þátt
stangarhöggs og neðanmálsgr. 12 (bls. 13-14 hér að framan.)
27 Morgunblaðið 12. júlí 1930, bls. 2, 3. dálkur.
f áður tilvitnuðum ritum eftir Svale Solheim (neðanmálsgr. 5 hér að framan) kem-
ur fram, að hestavíg hafa haldist miklu lengur í Noregi en á íslandi. Samkomur, sem þar
i landi kölluðust skeidet, þar sem fram fóru bæði kappreiðar og hestavíg, voru bannaðar
°g lögðust af sums staðar á árunum 1820-1830, en dæmi um hestavíg uppi til selja í Nor-
egi eru kunn fram yfir 1890. Orð í máli Suðureyjabúa eru talin benda til, að í eyjunum
hafi farið fram hestavíg fyrr á öldum.