Gripla - 01.01.1990, Síða 28
24
GRIPLA
varð fátt um kveðjur með bændum. Sveinn var auðugastur mað-
ur að gangandi fé í Fnjóskadal, en það bar til vorið eftir hesta-
vígið á hvítasunnumorgun, að sauðamaður Sveins fann gemling
dauðan í kíl fyrir neðan túnið. Sveini brá illa við og tók birkilurk
mikinn og braut snjóbrúr af kflnum og segir illt, ef hann drepi
fyrir sér fleiri kindur; en er Jón prestur Tómasson frá Hálsi,
bróðir Sigfúsar, sveins Odds biskups, reið þangað til embættis-
gjörðar, sá hann Svein liggja dauðan í kflnum á grúfu með birki-
fork í hendi, en þar heitir Sveinspollur, er hann lá; en nokkru
síðar var vitjað um stóð á Bleiksmýrardal, og var Bleikur dauður
í Bleiksmýrargröf; ætluðu menn um sama leyti orðið hafa sem
lát Sveins, og var eignað fjölkynngi Sigmundar á Garðsá. Má
þetta hafa fyrir satt, þó örnefni skakki eða séu missögð, þar sem
heima stendur um menn alla, allt þar til er rök verða leidd á
móti með sannindum; var Sveinn bóndi, sá er getið er, faðir Ól-
ufar, móður Magnúsar, föður Sveins, föður Tómasar, föður
Sölva, föður Sveins lögmanns; en frá Sigmundi er komin
Garðsárætt í Eyjafirði; en söguna um hestavígið heyrða eg af
Þingeyingi einum í æsku, er svo var gamall, að muna mátti þá
menn gamla, er mundu Sigmund, og var hún þá skrásett.30
Svo mörg eru þau orð. Það er ekki að furða þótt spurt sé: Hvaðan
kom Jóni Espólín þessi fróðleikur um þetta sögulega hestavíg, sem um
sumt minnir á íslenskar fornsögur? Sá er þó hinn mikli munur á, að nú
er ekki leitað hefnda með vopnum, heldur er beitt göldrum til að ráða
niðurlögum sigurvegarans, búfénaðar hans og hests. í lokin er vísað til
munnlegrar frásagnar, en það atriði þarfnast betri athugunar við síðar.
POSTULÍNSGERÐ DANA Á 18. ÖLD
Áður en vikið verður að þeim mönnum, sem riðnir eru við atburði í
þessari dramatísku frásögn, og bent á heimild, sem fullvíst má telja, að
Jón Espólín hafi haft fyrir sér, er nauðsynlegt að rifja upp fyrir sér
nokkur atriði úr sögu postulínsgerðar í Danmörku.
30 íslands Árbœkur í söguformi, VI. deild, Khöfn 1827, bls. 21-22. Stafsetning er hér
færð í nútíðarhorf, enda er stafsetning Jóns Espólíns mjög svo fyrnd, alltaf tilgerðarlega
og stundum ranglega. Mjög auðvelt er fyrir þá, sem það girnast, að lesa texta höfundar á
Árbókunum.