Gripla - 01.01.1990, Síða 31
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
27
svik um síðir, hér sem endranær, og varð bóndi að súpa seyðið af því.33
Ekki er þess getið á þessum stað, að bleikjan sé gagnleg eða nothæf til
postulínsframleiðslu, enda er varla kominn mikill hvað þá almennur
áhugi á postulínsgerð í Danaveldi á þeim árum, er þeir Eggert og
Ejarni ferðuðust um landið.
Annað er svo uppi á teningnum, þegar Ólafur Olavius (1741-1788)
ieggur hér land undir fót á árunum 1774-1775. í Ferðabók hans, sem
kom út í Kaupmannahöfn 1780, er talsvert um bleikjuna fjallað. Hún
er sögð:
þung, mjúk leirtegund, sem ýmist er hvít eða bláhvít á litinn.
Leir þessi freyðir ekki, hvorki í saltpéturssýru né brenni-
steinssýru, og hann líkist fullkomlega postulínsleirnum á Borg-
undarhólmi, og ætti að mega nota hann á sama hátt . . . Stund-
um er hann notaður í sápu stað, og gerir hann að því leyti sama
gagn og hún, að hann leysir óhreinindin úr fötunum, þótt með
ólíkum hætti sé. Ég er og þeirrar skoðunar, að vel mætti nota
báðar þessar leirtegundir til málningar, ef þær væru blandaðar
með fernisolíu, og hef ég gert tilraunir með það; reyndust þær
nothæfar, ef ekki er völ á öðru betra, en þó þótti einkum hvíti
leirinn vera of kjarnlítill (vanta corpus). Ef leir þessi reynist hæf-
ur til postulínsgerðar, er sá galli á, að erfitt er um útflutning á
honum, vegna þess hve langt er til næstu hafnar, hvort sem er
Skagaströnd eða Reykjarfjörður, nema siglt yrði til Bitrufjarðar
eða Steingrímsfjarðar, og er það þó dagleið í burtu, því að aldrei
hefur skip komið á Kollafjörð né mun heldur koma þar. Annars
hafa rannsóknir leitt í ljós, að nálægt Vs af bleikju þessari er ál-
ún.34
Auk þess sem hér greinir, fjallar Jón Eiríksson konferensráð á sama
stað í neðanmálsgrein um téðan leir og möguleika á að prófa nothæfni
hans til postulínsgerðar í Kaupmannahöfn og vitnar þar til konungsúr-
skurðar um fyrirhugaða rannsóknarferð Nicolais Mohr (1742-1790) til
Islands. Hvergi kemur fram í riti Olaviusar, hvorki í prentuðu útgáf-
33
Eggert Olafsen og Biarne Povelsen, Reise igiennem Island, Sórey 1772, kafli nr.
565. (I íslensku þýðingunni frá 1943, I. bindi, bls 271-272).
34 Olaus Olavius, Oeconomisk Reyse, Khöfn 1780, grein nr. 224 (bis. 566-567),
Ferðabók (íslensk þýðing) II, Rvík 1965, bls. 195-6.