Gripla - 01.01.1990, Page 32
28
GRIPLA
unni né handriti því, sem til er í rentukammerskjölum í Þjóðskjala-
safni, að hann hafi lagt leið sína inn á Bleiksmýrardal.
Nicolai Mohr var Færeyingur og ferðaðist um ísland sumurin 1780
og 1781 til að rannsaka náttúru landsins, en á árunum 1776-1778 hafði
hann ferðast um Færeyjar í sama skyni og safnað þar merkum gögnum
til lýsingar á eyjunum. Frá hans hendi kom svo út ritið Fors0g til en is-
landsk Naturhistorie, med adskillige oekonomiske samt andre An-
mærkninger, Khöfn 1786. Þar er einnig nokkurn fróðleik að finna um
ýmsa þjóðtrú á íslandi tengda náttúrufyrirbærum, sbr. tilvísanir í rit
hans í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Síðustu æviár sín var Mohr um-
sjónarmaður (kontrollör) við Konunglegu postulínsverksmiðjuna í
Höfn, en féll frá á besta aldri. Áðurnefndur konungsúrskurður sýnir
ljóslega þann áhuga, sem var í Danmörku á postulínsleir á íslandi.
Verður ekki annað séð en Jón Eiríksson (1728-1787), sem hin síðari ár
var meðal valdamestu manna í danskri stjórnsýslu, hafi haft manna
mestan áhuga á postulínsleir á íslandi. Það þarf vart að taka það fram,
að það hvarflaði ekki að nokkrum manni að reisa postulínsverksmiðju
á íslandi, heldur hefur vafalaust átt að tryggja Hinni konunglegu
dönsku postulínsgerð, sem einkaleyfið hafði, nægilegt hráefni. í kon-
ungsúrskurðinum segir meðal annars:
Vi ville allern(aadigst), at fra Kammeret skal bidrages til den
Undersögnings-Reise i Island, som Directionen for Vores
Porcellains-Fabrik önsker at maatte skee ved Studenten Mohr,
og maa ham til de 100 Rd., ham af Fabrikkens Cassa maatte vor-
de tilstaaede, gives et Tilskud af 200 Rd. aarlig i 2 Aar . . .
Síðar kemur fram í úrskurðinum, að Mohr skuli leggja höfuðáherslu
á að rannsaka postulínsleirinn, enda er úrskurðurinn sendur stjórn
postulínsverksmiðjunnar ásamt öðrum, sem málið varðar.35 í riti
Mohrs er talsverð greinargerð um leirinn í Mókollsdal,36 en það rit er
raunar yngra en það tímabil, sem varðar þessa ritgerð. Konungsúr-
skurðurinn er frá 17. apríl 1780.
Á árunum 1778-1779 felur rentukammerið eða réttara sagt deildin
Vestindisk-Guinæisk Rente samt General Toldkammer, sem fór með
íslandsmál á þessum tíma, Jóni Jakobssyni (1738-1808) sýslumanni á
35 Lovsamling for Island IV, bls. 529-530, og formáli Jóns Eiríkssonar að Oecono-
misk Reyse, bls. CXCIV (íslensk þýðing I, bls. 118-119).
36 Fors0g til en islandsk Naturhistorie, Kh. 1786, bls. 287-293.