Gripla - 01.01.1990, Síða 33
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
29
Espihóli í Eyjafirði, föður Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara, að
annast tvennar jarðvegsrannsóknir, aðrar í Siglufirði vegna blýants-
steins (grafíts), sem þar hafði fundist, en hinar á Bleiksmýrardal til að
ganga úr skugga um, hvort þar sé að finna bleikju, sem nothæf væri til
postulínsgerðar.37
GRAFÍTNÁMA f SIGLUFIRÐI
Um rannsóknirnar í Siglufirði skal ekki fjölyrt hér. Fróðleikur um þær
er auðfundinn í Ferðabók Olaviusar, Landfræðissögu íslands eftir Þor-
vald Thoroddsen og náttúrusögu Mohrs. Þó get ég ekki stillt mig um
að birta hér skýrslu, sem Jón Jakobsson sendi rentukammerinu með
bréfi sínu 6. september 1779. Bæði er það, að mætavel er frá skýrsl-
unni gengið og ekki er vitað til, að náttúrufræðingar síðari tíma hafi
gefið henni gaum.
Epter þess Háloflega Rentu og General Toll Cammer Collegii
Nádugu Skrife af Dato 5ta Junii Næstl(idens) til Syslumannsens
yfer Wödlu-Syslu Sr Jöns Jacobssonar samt velnefnds Syslu-
mannsens þar á grundvölludum Foranstaltninger og Befalning-
umm: Höfum vier underskrifader þann 25ta Augusti Mánadar
byriad ad visitera og Nöye rannsaka Blyantz ædena i Siglufyrde
og er Ásigkomulaged sem Filger.
1°. Ædinn stendur inni Klettenn Kringlött vid einn litenn Mel-
höl, likast þvi sem Kvistur Stendur i Tre, half Dönsk alenn ad
framann i 4r Kant, a hvórn veg. Enn Kletturinn sem hun i Stend-
ur er 9U alner a breidd, en 7 Alner a Hæd möt Sudaustri.
2°. Þad sem nádst hefur, og Kammer Secretaire Olavius var
sendt i Firra, og nu er utbrotid, er ad Leingd 7 fet, edur38 3 Zi
al(en), og ecke gátum vier framar til Blyantz ædarennar for-
merkt i Fiallenu nu; Enn
3°. Blyantz ertz Stikke sendast Hr Syslumannenumm her med
effter befalning; hitt sem Nádst hefur, Jnnpöckum vier med heye
Fyrir utan bréfaskipti, sem vísað verður til síðar, minnist Jón Jakobsson á fyrir-
m*H um þessar rannsóknir í Espihólsannál 1778: ‘Kammeret befalar: . . . blýant í Siglu-
firði undirsækist’ og við árið 1779: ‘Kammercollegium befalar: . . . blýantsgangurinn í
Siglufirði undirsækist enn á ný, sömuleiðis bleikja á Bleiksmýrardal.’ (Annálar 1400-
1800 V, bls. 163 og 165).
Þetta orð er skrifað milli h'na í hdr., á milli orðanna fet og 3 Zi, og vísað hér inn.