Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 34
30
GRIPLA
i millum laganna i halftunnur sem velbendtar skulu leverast til
Kaupmannsens a Hofsös nu i Haust, ádur Skip þar Sigler.
4°. Vonum vier sameigenlega, þad Háloflega Collegium siáe oss
Fatæka menn skadlausa fyrer vorar Reisur, Ervide, og ömak vid
þesse befóludu Erende: Hvar til vid vonum, hr Syslumadurinn Sr
Jon Jacobsson, og so effter billegheitum Recommender(e) oss.
D(ie) 25 Augusti 1778
Jon Gudmundsson
Prestur til Hvanneyrar
(Innsigli)
Þorsteinn Jóns Son
Reppstiori i Hofn i Siglufyrde
(Innsigli)
Höfn i Siglufyrde
Gudvardur Eyriks Son
Syslumansens Sr: Jons Jacobs Sonar
fullmektugur frá Tungu i Fliötum
(Innsigli)39
Guðmundur Magnus Son
Bonde i Holum i Austur-fliötum
(Innsigli)40
Eins og fram kemur í skýrslunni, er bréf rentukammersins til Jóns
Jakobssonar dagsett 5. júní 1778. Það bréf er að finna í skjalasafni
Eyjafjarðarsýslu (í böggli II A 2) og raunar einnig í bréfabók rentu-
kammers, en bréfabækur þess eru til í ljósriti í Þjóðskjalasafni.
RANNSÓKNIR Á BLEIKSMÝRARDAL
í bréfaskiptum rentukammersins og Jóns Jakobssonar sýslumanns
tengjast Bleiksmýrardalur og hugmyndir um gnótt postulínsleirs mjög
traustum böndum, og fer þá svo, að sýslumanni berst að eyrum saga
um hestavíg endur fyrir löngu. Fyrir þeim, sem söguna segir, vakir það
bersýnilega að skýra uppruna nafnsins Bleiksmýrardalur og kveða nið-
ur þá kenningu, að nafnið standi í sambandi við hina göfugu bleikju,
39 Guðvarður er víslega sá sami maður, sem bjó í Tungu í Stíflu a.m.k. 1799-1805 og
dó 15. nóvember 1814, 88 ára. Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu, 4. hefti, Rvík
1959, bls. 142. Sbr. og Manntal á íslandi 1801, Norður- og austuramt, Rvík 1980, bls. 177
(Tunga).
40 Islands Journal rentukammers 4 nr. 563 (fylgiskjal). (Askja Rtk 39. 10 í Þjóð-
skjalasafni). - Vafalaust hefur blýgrýtið (grafítið) í Siglufirði átt að tryggja blýanta-
verksmiðju I Danmörku nægilegt hráefni. Nicolai Mohr varð ekki meira ágengt en svo í
leit sinni að grafíti t Siglufirði, að hann fékk aðeins grafít í hálfan vettling. Forsög til en
islandsk Naturhistorie, Kh. 1786, bls. 343-345. - Sbr. og Porvaldur Thoroddsen, Land-
frœðissaga íslands III, Kh.1902, bls. 79-80.