Gripla - 01.01.1990, Side 35
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
31
sem henti til framleiðslu borðbúnaðar og skrautmuna handa fagurker-
um. Rentukammerið kemst m.a. svo að orði undir lok í bréfi til Jóns
Jakobssonar, dagsettu 24. mars 1779 (Skjöl Eyjaf.s., II A 2 í Þjskj.s.).
Og da der i den saakaldede Bleýkemýredal i Oefiords Sýssel,
skal findes et slags Jord, som formodes at være tienlig til Por-
cellain, saa vilde Hr. Sýsselmanden og saa deraf besörge et
Qvantum, med den Forsigtighed at Jordarten bliver saavidt
muelig reen og uden Blanding med andre, opgravet og hidsendt,
da Bekostningerne paa begge deele, efter en af Ham paa det
nöýeste betinget og attesteret Regning skulle blive godtgiorte.
Ekki hefur tekist að rekja, hvaðan þessar hugmyndir um leirinn
bleikju á Bleiksmýrardal eru runnar, enda er hvergi nærri öruggt, að
það sé nokkurs staðar skráð. Ekki verður séð, að náttúrufræðingar eða
aðrir rannsóknarferðalangar á 18. öld hafi lagt leið sína inn á Bleiks-
mýrardal. Harla eftirtektarvert er það, að skömmu fyrr innrituðust
tveir íslendingar í Listaháskólann (Kunstakademiet) í Kaupmanna-
höfn, þeir Sæmundur Magnússon Hólm og Rafn Þorgn'msson Svarf-
dalín (um 1756-1814), sem báðir innrituðust árið 1776. Um svipað leyti
°g þessir menn stundaði þar einnig nám Ólafur Ólafsson, síðar pró-
fessor í Kóngsbergi, en hann kann þó að hafa hafið þar nám nokkru
síðar en hinir. Sæmundur var Skaftfellingur, Ólafur Skagfirðingur, en
Rafn Eyfirðingur að uppruna. Faðir Rafns var Þorgrímur bóndi og
hreppstjóri á Þverá í Öxnadal Jónsson prests á Myrká Ketilssonar, en
að svo stöddu skal ósagt látið, hvernig Rafn tengist Svarfaðardal.
Hann skrifaði sig raunar Raben Svardahlyn, svo að hugsanlegt er, en
þó ekki líklegt, að hann kenni sig við Svartárdal, bæ eða dal. Rafn er
líklegastur þessara manna til að þekkja eitthvað til Bleiksmýrardals
eða geta gert sér einhverjar hugmyndir um hann. Því miður er margt á
huldu um ævi Rafns, en svo mikið er um hana vitað, að starfsferill
hans er nátengdur postulíni. Rafn er á nemendaskrá Akademíunnar til
vors 1778, en árið eftir gerist hann rósamálari (Blaamaler) við Kon-
unglegu postulínsverksmiðjuna og var það til æviloka. Rafn var móð-
urbróðir Þorgríms Tómassonar á Bessastöðum og því ömmubróðir
Gríms Thomsens skálds.41
41 Bjöm Th. Bjömsson, íslenzk myndlist I, Rvík 1964, bls. 16-17. Ég á Birni það að
þakka, að hann vakti athygli mína í símtali á Rafni, sem var mér eins og fleirum gleymd-
ar maður. Paö er þó algerlega á mína ábyrgð að tengja Rafn við hugmynd um postulíns-