Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 36
32
GRIPLA
Bleiksmýrardalur er vestastur þeirra þriggja afdala, sem liggja inn af
Fnjóskadal. Hann er talinn ganga allra norðlenskra dala lengst suður í
landið og eiga drög sín langt suður á Sprengisand, norðaustan Hofs-
jökuls. Dalurinn hefur löngum þótt gott afréttarland. Hann hefur
sennilega aldrei verið byggður, en rústir eru þar nokkrar. Eftir ör-
nefnum að dæma eru þær þó fremur seljarústir og stekkjarústir en
bæjarústir.42 Ekki verður þó svarið fyrir, að einhvern tíma hafi verið
gerð tilraun til að festa þar byggð, en um það eru engar heimildir
kunnar. Að fornu og fram eftir öldum áttu dalinn Hrafnagilskirkja
vestan Fnjóskár, en Munkaþverárklaustur austan ár.43 Dalurinn er
stöku sinnum nefndur í fornum ritum sem samgönguleið. Kunnastur
mun hann af frásögn íslendingasögu Sturlu, þegar Þórður kakali kem-
ur út 1242, líklega á Gásum, fer þaðan heim á æskustöðvarnar á Grund
og ríður síðan með leiðsögumanni ‘norðr um (Vaðla)heiði ok upp
Bleiksmýrardal og svá suðr um land ok kómu niðr at Keldum,’ þar
sem Steinvör systir Þórðar bjó, gift Hálfdani Sæmundarsyni frá Odda.
Reyndist Steinvör öruggasti bandamaður bróður síns, þó að Hálfdan
væri maður friðsamur og teldi sig ekki mann til að standa í stórræð-
um.44
Hér skal ekki farið út í skýringar á örnefninu Bleiksmýrardalur, en
örnefni með Bleiks- eða Bleik- að fyrri lið eru nokkuð algeng víðs veg-
ar um landið. Orðmyndin Bleikudalur eða Bleikjudalur kemur fyrir
um afdal í Svarfaðardal, en ekki er það nafn þekkt nú.45 Kemur þá vit-
anlega til greina, að nafnorðið bleikja, hvort sem er í merkingunni sil-
ungstegund eða ljós leir, liggi þar til grundvallar. Bleiksmýrardalur
leir á Bleiksmýrardal. Undarlegt er það, að smádalur gengur inn at Bleiksmýrardal,
nefndur Svartárdalur. Þar er einkennilegur steinn, sem nefndur er Altari (Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags 1906, bls. 14).
42 Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1906, bls. 13-15. Sbr. og Landið þitt I, Rvík
1984, bls. 92. í riti sínu Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu 1703-1930
(Sagnfræðirannsóknir II), Rv. 1973, nefnir Björn Teitsson ekki Bleiksmýrardal, byggð
eða eyðibyggð í honum.
43 íslenzkt fornbréfasafn VIII, bls. 214-216.
44 Sturlunga saga I, Rvík 1946, bls. 472. Sömu leið er vafalaust lýst, en þó með frá-
brugðnu orðalagi, í Þórðar sögu kakala, sama rit II, bls. 5, þó að öðruvísi sé skýrt í
textaskýringum útgáfunnar (sama rit II, bls. 296). Þórðar saga tekur fram, að hann hafi
komið út á Gásum (bls. 3).
45 tslenzk fornrit IX, bls. 180.