Gripla - 01.01.1990, Side 37
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
33
kemur fyrir í fornum ritum í þeirri nafnmynd, sem enn tíðkast. Hannes
Þorsteinsson þjóðskjalavörður virðist telja, að dalurinn hafi upphaf-
lega heitið Blígsmýrardalr, en ekki verður séð, að hann styðji þá til-
gátu sérstaklega sterkum rökum.46 í skjali frá 1508 (í handriti frá því
um miðja 17. öld), þar sem Jón Arason prestur á Hrafnagili (síðar
biskup) kærir óleyfilegan lambarekstur á Bleiksmýrardal, kemur tvisv-
ar fyrir hin torkennilega orðmynd Bleykssmydardal/Bleykzsmydar-
dal.47 Mestar líkur eru til, að Bleiksmýrarnafnið sé upprunaiegt,
hvernig sem það svo er til komið í öndverðu, enda skiptir það höfuð-
efni þessarar ritgerðar engu.
Svo fór, að Jón Jakobsson sendi rentukammerinu í tvennu lagi
skýrslur, sem varða Bleiksmýrardal og leit að bleikju þar, en þó býsna
ólíkar. Hér verður fyrst birt skýrslan, sem hann sendi með seinna bréf-
inu, en það er dagsett 11. nóvember 1779 og hljóðar svo:
Her ved Jndsendes Underdanigst, meddelte Underretninger fra
dem, som i fölge Höylovlig Collegii naadigste Pro Memoria de
dato 24dc Martii a.c. /:som ved min Underdanigste Pro Memoria
af 6te Septembr(is) næstleden, om denne Affaire blev forglemt:/
beskikket vare, at undersöge, om Porcellain Jordart, paa Bleik-
mýre-Dalen her i Sysselet . . .
Hér er raunar ekkert nema venjulegt form embættisbréfa þessa
tímaskeiðs á ferðinni, en annarlegt má það kallast, að bæði rentu-
kammerið og sýslumaður skuli telja Bleiksmýrardal vera í Eyjafjarðar-
sýslu. Hann er þó bæði fyrr og síðar talinn til Þingeyjarsýslu, þó að
Hrafnagilskirkja og Munkaþverárklaustur (þ.e. konungur 1779) séu
eigendur dalsins.
f*á kemur hér fylgiskjalið með bréfinu:
Epter Her Syslumans yfer Vadla-Syslu Sr Jons Jacobssonar skrif-
legre Befaling nu þann 5ta Junii, Reistumm vier underskrifader
til Bleiksmyrardals sem er ur bigd Hiedann48 þyngmanaleid, Ed-
46 Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, bls. 11. Hannes er þó ekki mjög harður á
máktað sínum í þessu efni, aldrei þessu vant.
íslenzkt fornbréfasafn VIII, bls 258 (á fyrri staðnum er þar ranglega tíunduð orð-
myndin Bleiksmydardal). Steph. 62, bl. 14 v (ljósmynd í Árnastofnun í Reykjavík). Á
fyrri staðnum er smydar raunar leiðrétt ofar línu í myrar (með unglegri rithendi), enda
er fráleitt, að uppruni nafnsins felist í þessum orðmyndum bréfsins.
1 hdr. Hediann.