Gripla - 01.01.1990, Page 38
34
GRIPLA
ur 5 mylur, þar til ad er vær biriudumm ad Leita, Effter þeirre
Bleikiu sem þar skilde eiga ad finnast, leitudumm vier; Stung-
umm og gröfumm Jórd J Giliumm, Gröfumm49 og Árbockumm,
Stungumm Lyka til Hingad og Þangad, þar Lykast þotte, enn
fundumm Eckert, Geingu 5. dægur Her til, Þvj vær yferförumm
dalenn athugasamlega til og frá allann. og þar ad auke Ransók-
udumm grandkunniger a Veige ockar til og frá Hvad gátumm.
Enn vær fundumm þo Eckert nockurstadar af Bleikiu Leyr, edur
Jardar art; a Bleiks Myrardal, Hófumm heldur aldrei Heirt
Þeirrar Jardar tegundar þar Gieted.
Til stadfestu a Þorerstodum d(ie) 12 Junii 1779.
Sigurdur Gudmundsson Olafur Biornsson
(Innsigli) (Innsigli)
Arne Sigurdsson (Innsigli)50
Enginn vafi leikur á því, að bærinn ‘Þorerstader’ er Þórustaðir
(stundum nefndir Þórisstaðir) í Kaupangssveit. Þar býr 1762 Sigurður
Guðmundsson, þá sagður 34 ára. í skrá um ungmenni í Kaupangssókn
1771 er Árni Sigurðsson á Þórustöðum, þá sagður 13 ára, ‘sonur Sig-
urðar og Katrínar.’ Sennilega er Árni Sigurðsson, sem skrifar undir
skýrsluna, þá sonur Sigurðar Guðmundssonar á Þórustöðum, sem var
hreppstjóri. Ólafur Björnsson, sennilega hinn sami og hér, er á Garðsá
í skrá um ungmenni 1771, sagður 20 ára, ‘sonur Björns og Málmfríðar’.
í manntalsbók sýslumanns (sem tilgreinir ekki föðurnöfn gjaldenda)
sést, að bóndinn á Þórustöðum heitir Sigurður, en á Garðsá Björn.
Gera má fastlega ráð fyrir, að það séu feður Árna Sigurðssonar og Ól-
afs Björnssonar, sem eru þá líklega vinnumenn hjá feðrum sínum. Ól-
afur Björnsson bjó síðar á Garðsá.51 Árni Sigurðsson fluttist síðar aust-
ur í Þingeyjarsýslu og dó þar 14. ágúst 1816.52 Vandalaust á að vera að
49 Hér er á ferðinni nafnorðið gróf. B.V.
50 Bréfið ásamt skýrslunni er með innkomnum bréfum til rentukammersins. Islands
Journal 5 nr. 157 (Askja Rtk 40. 3 í Þjóðskjalasafni).
51 Sóknarmannatal í Kaupangssókn, hafið 1785 (í Þjóðskjalasafni).
52 Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar, ljósrit í Þjóðskjalasafni. - Katrín, kona
Sigurðar Guðmundssonar á Þórustöðum var einkabarn Árna lögréttumanns á Þórustöð-