Gripla - 01.01.1990, Síða 39
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
35
rekja feril allra þessara manna eftir kirkjubókum, þó að það verði ekki
gert hér.
Með bréfi sínu 6. september 1779 (hinu sama, sem skýrslan um
Blyantz-Ertz Gangen’ í Siglufirði var send með) sendi Jón Jakobsson
einnig aðra skýrslu eða öllu heldur frásögn, sem á að skýra uppruna
nafnsins Bleiksmýrardalur og vísa á bug þeirri hugmynd, að nafnið sé
dregið af leirtegundinni bleikju, hinu áhugaverða postulínsefni. Sýslu-
manni farast svo orð í lok bréfsins:
Videre paa Bleýks - non Bleýke-mýre dalen, Har Jeg ved Kynd-
igste mænd foranstalted undersögning om den Ommelte Jordart,
som kaldes Bleýkia, og kunde være tienlig til Porcellain, men
samme 3 mænd, som med al agtsomhed i' 2 dage, vare over at
ransage Dalen, fandt Jngen saadan Jordart der, og man tvivler
om, at den nogensinde Har sammestæds existeret; Men muelig
Har navnet Bleýk-mýre givet anledning til Conjecture om Jord-
arten, da dog Bleiks myre Dalens Navn grunder sig paa medföl-
gende sandfærdige Relation Sub N° 2 og ikke nogen der findelig
Jordart.
Með orðunum ‘Relation Sub N° 2’ hlýtur sýslumaður að eiga við frá-
sógnina, sem birt verður hér næst á eftir, þó að ekki sjáist þess nú
merki, að fylgiskjölin með bréfi sýslumanns séu tölusett.
t*á er komið að frásögninni, sem fylgir síðast nefndu bréfi Jóns
sýslumanns Jakobssonar og ætlað er að skýra uppruna nafnsins Bleiks-
mýrardalur. Hún er þungamiðjan í þessari ritgerð og raunar tilefni
þess, að hún var nokkurn tíma skrifuð. Frásögnin er á þessa Ieið:
Um Bleiksmýrardals nafns uppruna
A Gardsá i Kaupángs Sveít bió circa 1400 bónde ad nafne Sig-
mundur, hann átte Hest vindóttann /colore cæruleo album/ van-
enn til víga, Hann gieck a Dalnum (fyrer) vestann Fnióská og
um Egilssonar. Einar Bjarnason, Lögréttumannatal, Rvík 1952-1955, bls. 13-14. Eftir að
ntgerðin var samin benti Indriði Indriðason rithöfundur mér á, að Sigurður Guðmunds-
son á Þórustöðum hefði flutst austur í Fnjóskadal á efri árum sínum. Sigurður dó í Vest-
ari-Krókum 17. október 1788, þá sagður 61 árs.