Gripla - 01.01.1990, Síða 40
GRIPLA
var sá Dalur Kalladur Fnióskadals-afrett, allur frammdalur til
Ödeilu; Hesturenn var offtast i sama Plátse, sem nu kallast
Vindhólar.
Þá bió Bónde á Illugastödum, kalladur Sveirn Rýke, Hann átte
Bleikann Hest, vanen til víga, hann gieck framar á Dalnum, fyr-
er austann Ána, þar sem nú kallast Bleiksmýri.
Sveirn og Sigmundur vóru Kappsmenn, og áttu stundum deilur
samann, mæltu þeir eitt sinn mót med sier, ad reina Hesta syna á
Dalnumm, og etja þeim til vígs, enn þeir hestar voru þeir Sein-
ustu, er vander vóru til vígs i Nordlendínga Fiórdúngi, og máske
á öllu Islandi. Þeir hlödu 2° Garda á Vindhoola-nesi, sem enn nú
siást augliós merke til; Öttu so Hestumm sínumm mille Gard-
anna, enn menn Hiuggu ser riódur i Skógarbreckunne framann i
Hölnumm, fyrer ofann til ad Horfa á Hesta-atid; Vindur var
stærre og stirdleiknare, enn Bleikur minne og miúkare, svifftust
þeir leínge og hlupust á, þar til Bleikur tók i nára Vinds, og reif
á Hol, so ut hiengú Jnnyflenn, stöck so á Gardenn og braut i
Skard, hlióp so yfer Ána, og framm í stód nockurt, er hónumm
fylgde á Bleiksmyri, af Hverre Dalurenn hefur sidann Nafn
feínged, og er kalladur Bleíks-myrardalur.
Sigmundur Þickiadest stórumm vid misser Vinds, og Óvyrdíng
sina, so lited vard umm Kvediur Bænda, enn sagde þetta mundu
verda seinustu Hesta Víg /al: at:/ i Nordurlande og Fnióskadal;
Sveirn var Audgastur madur ad Gángande Fe i Dalnumm, og
þvi var hann /:sem sagt er:/ kalladur hin Ryke. Næsta vor effter
Hestavíged, bar so til, a hvítasunnu morgun, ad Saudamadur
Sveins á Illugastödum fann Gemlíng Daudann i Kýl þar vid Tún-
ed, Sveine brá á Brún og illa vid misser sinn, greip Byrke-Rafft
mikenn og fór ad brióta Js á Kylnumm, og seger hann skule ej
drepa fyrer sier fleire Kyndur. Prestur reid til tiida umm morg-
unenn, og sier Svein bónda, lyggia Daudann á Grúfu, med
Byrke-lurk i Kýlnum, vid Höndena. /og heiter þar sidann Sveins-
kýll:/ nockru sidar var vitiad Stóds á Bleiksmyri, fanst þá Bleikur
daudur i Bleiksmýrar gröf, og hielldu menn hann farest hafa,
umm sömu munder og Sveirn liest i Kýlnumm, eignade Alþída
Sigmunde á Gardsá /:sem þótte Rýndur madur umm sig:/ ad so
óheppelega hafde til Geinged um Dauda Sveins, og dráp Bleiks. -