Gripla - 01.01.1990, Síða 41
POSTULlNSGERÐ OG HESTAVÍG
37
Dette er effter Ældste og paalideligste mænds Underretning
opskrevet d(ie) 13de Aug(usti) 1779.
JJacobsen m.p.pria53
Það leynir sér ekki við lestur þessarar frásagnar, að greinilegt sam-
band er milli hennar og þeirrar frásagnar Jóns Espólíns, sem birt er
hér að framan (bls. 22-24). Þess gerist ekki þörf að rekja orðalagslík-
•ngar kaflanna. Þær eru fleiri og meiri en svo, að nokkur maður beri
brigður á, að Jón Espólín hafi þekkt þá skýrslu, sem faðir hans sendi
hl Kaupmannahafnar og stóð í beinu sambandi við þau tilmæli rentu-
kammersins að gengið yrði úr skugga um, hvort hinn dýrmæta leir
bleikju, sem hentaði til postulínsgerðar, væri að finna inni á Bleiks-
ntýrardal. Hér verða því ekki tíundaðar orðalagslíkingar í einstökum
atriðum þessara tveggja frásagna, en bent skal á, að þær ná til flestra
málsgreina í kjarna frásagnanna. Hins vegar er skylt að geta þess, að
frásagnirnar greinir á í sumum atriðum og þeim veigamiklum. Höfuð-
munur frásagnanna felst í mjög svo mismunandi tímatali, og sagn-
fræðilega séð skiptir það miklu máli. í skýrslunni segir, að atburðirnir,
sem frá greinir, hafi gerst ‘circa 1400’. Það er eins og það hvarfli að
manni, að hér gæti tilhneigingar til að miða gamla atburði við Svarta-
dauða. En Jón Espólín tímasetur atburðina seint á fyrsta fjórðungi 17.
aldar. Þar skakkar hvorki meira né minna en röskum tveimur öldum.
Til þess að rökstyðja tímasetningu og ástæðu þess, að hann víkur svo
gagngert frá tímatali heimildar sinnar, semur Jón Espólín inngang frá-
sagnar sinnar um Sigurð Hrólfsson sýslumann og ættmenn hans og
vhnar í dóm, sem Sigurður sýslumaður lét ganga í máli Sveins ríka á
Hlugastöðum Jónssonar gegn Einari nokkrum Eiríkssyni 16. september
1623. Sýslumenn fyrr á tímum virðast margir hverjir hafa átt dómasöfn
1 handritum, sem vitanlega gátu komið þeim að notum í dómsstörfum
Þeirra. Dómur sá, sem Jón Espólín vitnar til, fjallar um grip og hald
Einars þessa á hesti Sveins ríka, er þekktur í a.m.k. einu handriti frá
því um 1650 og raunar einnig eldri dómur í sama máli frá 21. apríl 1623.
Undirskriftin er öll mjög stflfærð i hdr., og leikur því nokkur vafi á hvort hér er
stafrétt úr ráðið. - Bæði bréf sýslumanns (frá 6. september 1779) og þessi skýrsla eru í
■nnkomnum bréfum rentukammers undir Islands Journal rentukammers 4, nr. 563
(Askja Rtk 40. 3 í Þjóðskjalasafni).