Gripla - 01.01.1990, Síða 42
38
GRIPLA
í dóminum frá 16. september er endanlegum dómi í þessu sama máli
enn frestað til næsta manntalsþings (vorið 1624), en ekki er höfundi
þessarar ritgerðar kunnugt um, hvort sá dómur er til í dómasöfnum
eða hvort hann hefur verið kveðinn upp.54
Ættfræðiþekking Jóns Espólíns og margvísleg vitneskja hans um
fyrri tíðar menn veldur því, að hann tímasetur hestavígið allt öðruvísi
en þessi aðalheimild hans gerir. Þó að þess sé getið í skýrslunni, að
Sveinn á Illugastöðum hafi verið manna auðgastur að gangandi fé, lít-
ur út fyrir, að sögnin um hagagöngu fjárins og fjárrekstra Sveins í
kaupstaði sé sótt í aðra heimild en skýrsluna, sem faðir Jóns sendi til
Hafnar, því að þar er ekki nákvæmlega tíunduð fjáreign Sveins, en
mjög er frásögn Jóns Espólíns munnmælaleg, er Sveinn rekur fé sitt til
slátrunar í þrjá kaupstaði og grefur síðan peninga sína í jörðu. Trúleg-
ast er, að þar sé önnur þjóðsaga á ferðinni um stórbrotinn bónda.
Mjög svo örlátir hafa þá norðlenskir kaupmenn verið á silfur og lítt
skeytt um, hvar Sveinn verslaði, og Sveinn helst til líkur þeim Mos-
fellakörlum forðum, þeim Agli Skallagrímssyni og Ketilbirni gamla.55
Slíkar sagnir sem þessar er erfitt að meta sem sagnfræðilegar heimildir
og mundi varlegra að flokka sem ævintýra- eða þjóðsagnaminni. Einn-
ig er það viðbót Jóns Espólíns að nafngreina prestinn á Hálsi, séra Jón
Tómasson, en þar hefur Jóni Espólín heldur en ekki brugðist bogalist-
in, því að séra Jón Tómasson á Hálsi fæddist ekki fyrr en um 1622 og
hefur því verið um það bil tveggja ára, þegar Jón Espólín lætur Svein
ríka falla dauðan vegna galdra Sigmundar. Um sömu mundir er séra
Sigfús Tómasson í Skálholti, en á þessum árum hefur faðir þeirra Jóns
og Sigfúsar, séra Tómas Ólafsson, verið prestur á Hálsi, en þó ekki
tekinn við staðarforráðum. Jón Espólín hefur því haft bágborið presta-
tal að styðjast við.
Saga Jóns Espólíns um hestavígið virðist hvergi sögð nákvæmlega í
Ættartölum Espólíns (í ÍB 9-16 4to). Þó er þar til hennar vitnað, og er
auðsýnt, að hann hefur þar í huga sömu eða mjög áþekka atburðarás
og þá, sem er í Árbókunum og raunar einnig í skýrslunni. Svo segir í
Ættartölunum í dálki 1806:
Sigmundr bjó á Gardsá í Eyjafyrdi umm og eptir 1600, hann átti
54 Dómarnir tveir eru í handriti Steph. 62, bl. 96v-97r (16. sept.) og bl. 15v-16r (21.
apríl), ljósmynd í Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
55 íslenzk fornrit II, bls. 297-298, og I, bls. 385-386.