Gripla - 01.01.1990, Síða 44
40
GRIPLA
landsmanna. Það kom svo í ljós, eins og stundum endranær, að hug-
myndin um postulínsleir á Bleiksmýrardal var ekki raunhæf, en upp
kom saga um tilþrifamikið hestavíg á dalnum endur fyrir löngu.
POSTULÍNSEFNI VIÐ GUNNUHVER
Fyrst hér er á annað borð farið að ræða um íslensk jarðefni til postu-
línsgerðar, er freistandi að minnast á hverinn Gunnu eða Gunnuhver á
Reykjanesi, sem var einhver kunnasti leirhver landsins. Laust eftir
1700 dó kona að nafni Guðrún Önundardóttir í Sandhólakoti hjá
Kirkjubóli á Miðnesi, sennilega ekkja eftir mann, sem Oddur hefur
heitið. Talið var, að hún hefði gengið aftur og sótt að Vilhjálmi lög-
réttumanni Jónssyni á Kirkjubóli (d. 1706) allhastarlega. Var hinn
kunni galdramaður séra Eiríkur Magnússon í Vogsósum (d. 1716) feng-
inn til að ráða niðurlögum afturgöngunnar, og kom hann henni fyrir í
hver þeim úti á Reykjanesi, sem síðan er nefndur Gunna eða Gunnu-
hver. (Sbr. Þjóðs. J.Á. (ný útgáfa) I, Rvík 1954, bls. 563, nr. 577-8;
sama rit III, Rvík 1955, bls. 508-511).
Danski fræðimaðurinn P.E. Kristian Kálund kemst svo að orði í
hinu kunna riti sínu Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af
Island (I, Kh. 1877, bls. 36):
Næsset (þ.e. Reykjanes) er gennemtrængt af en stærk under-
jordisk varme, man finder her rygende dampe og hverer eller
kogende kilder; den bekendteste af disse er den sákaldte
‘Gunna’, der skal have sit navn efter en gengangerske, som den
bekendte galdrekyndige præst Erik Magnussön i Selvág (|1716)
manede her ned; stedet har været meget passende valgt, kilden
er nemlig at se til som en stor kogende lerpól. I den omgivende
hpj har man i de seneste ár trot at finde en art porcellænæmne
(silica), som man er begyndt at bryde for at fá det udfört til Eng-
land.
Að öðru leyti en hér greinir er höfundi þessarar ritgerðar alls
ókunnugt um útflutning á þessu postulínsefni. En minna má á gamlar
frásagnir, hjátrú blandnar, af Gunnuhver í Landfræðissögu íslands eft-
ir Þorvald Thoroddsen (I, Rv. 1892-1896, bls. 257, og III, Kh. 1902,
bls. 126), sem varða þó á engan hátt postulínsefni.