Gripla - 01.01.1990, Page 46
42
GRIPLA
um fjáreign Sveins ríka og tilvísun til dóms í máli Sveins, en þann dóm
hefur hann vafalaust haft fyrir sér í skrifuðu dómasafni.57 Fróðleik um
Sigurð Hrólfsson og ættmenn hans er komið að til að styrkja tímasetn-
ingu atburðarins.
Fróðlegt er að gefa gaum niðurlagi frásagnar Jóns Espólíns um
hestavígið, þar sem hann tekur svo til orða:
. . . enn söguna um hestavígit heyrda eg af Þíngeyingi einum í
æsku, er svo var gamall, at muna mátti þá menn gamla er mundu
Sigmund, ok var hún þá skrásett.
Vitanlega hefur hinum gáfaða og fróðleiksfúsa dreng Jóni Jónssyni
(síðar Espólín) sem vantaði aðeins rúma tvo mánuði upp á 10. árið sitt,
verið það minnisstætt, þegar sagan var færð í letur, líklega á Espihóli,
13. ágúst 1779. Ekki er víst, hvað umræddur Sigmundur hefur lifað
lengi. Einnig var mikil hætta á, að honum væri ruglað saman við Sig-
mund þann Árnason, sem býr á Garðsá 1703 (44 ára) og 1712, er jarða-
bókin var saman tekin. Eðlilegast er, að orðin ‘Þingeyingi einum’ eigi
við gamlan Fnjóskdæling, enda hafa sendimenn Jóns sýslumanns úr
Kaupangssveitinni vafalaust haft samband við gamla Fnjóskdæli til að
spyrjast fyrir um bleikjuna á Bleiksmýrardal. Þegar athugaðar eru
dánarskrár í prestsverkabók séra Gunnlaugs Gunnlaugssonar á Hálsi
(hann mun þó hafa búið lengst af á Hallgilsstöðum), getur þar að líta
einn mann, sem nær eftirtakanlega háum aldri. Annars er það að-
almeinið við sumar gamlar ‘prestsverkabækur’, að það hvarflar stund-
um að manni, að ekki séu allir færðir þar til bókar og að prestarnir geri
sér þá ef til vill einhvern mannamun. En í prestsverkabók Gunnlaugs
Gunnlaugssonar er það Sigurður Bjarnason, Krókum, 89 ára, grafinn
13. júní 1782, sem hlýtur að vekja sérstaka athygli. Sé aldurinn rétt til-
færður, ætti Sigurður að vera fæddur um 1694. Þó er rétt að geta þess,
að í sumum gömlum heimildum verður vart tilhneigingar til að mikla
enn aldur mjög gamals fólks. Af drengjum í manntalinu 1703 er líkleg-
astur til að vera sami maður Sigurður Bjarnason, 10 ára, í Dyngju
(grasbúð) við Stóruhellu í Neshreppi á Snæfellsnesi, sonur Þorgerðar
Bjarnadóttur, sem þar býr. Ekki skal þó fullyrt, að drengurinn í
Dyngju 1703 og gamalmennið í Krókum í Fnjóskadal séu ein og sama
57 Um dóma þessa, sjá hér að framan bls. 37-38 og Sýslumannaœfir I, Rvík. 1881-
1884, bls. 91-92. Gæta ber þess, að á bls. 92 (6. 1. a.o.) er Sigurð (á Garðsá) prentvilla
fyrir Sigmund.