Gripla - 01.01.1990, Page 47
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
43
persónan. Að öðru leyti er höfundi þessarar ritgerðar alls ókunnugt
um Sigurð Bjarnason í Krókum.58
I sóknarmannatali úr Hálsprestakalli árið 1785 eru ekki mjög margir
á lífi yfir sextugt. Elstur er þar Þorgeir Stefánsson á Végeirsstöðum, sá
sem Þorgeirsboli er við kenndur, sagður 69 ára. Hann ætti því að vera
fæddur um 1716 og því 63 ára 1779, sem varla verður talinn mjög hár
aldur, jafnvel ekki á þeim tímum. Þorgeir lifir fram í manntalið 1801 (í
Tungu á Svalbarðsströnd), þá sagður 84 ára. Miðað við þá tölu er
hann fæddur um 1717 og þá 62 ára 1779, og skakkar það vonum minna,
þegar borin eru saman manntöl frá mismunandi tímum og stöðum.
Mér kæmi það heldur á óvart, að Galdra-Geiri væri árið 1779 talinn í
hópi mjög gamalla Þingeyinga.
Þó að hér hafi verið tæpt á tveimur mönnum, verður það frá minni
hendi að liggja á milli hluta fyrst um sinn, hver sá maður hefur verið,
sem sumarið 1779 sagði söguna um hestavígið á Bleiksmýrardal og
sennilega heima á Espihóli, skráða 13. ágúst þetta sama sumar.
Eg þykist þess fullviss, að Sigurður Guðmundsson hreppstjóri á Þór-
tsstöðum hafi skrifað skýrsluna um leitina eftir bleikju á dalnum. Staf-
setning er þar mjög vönduð og sjálfri sér samkvæm, minnir á skjala-
gerð frá fyrri hluta 18. aldar og jafnvel frá 17. öld. í frumritinu af frá-
sögninni af hestavíginu kennir hins vegar margra grasa í stafsetningu
°g öllum frágangi. Ýmislegt bendir þar fram til 19. aldar, sérstaklega
hvernig táknuð eru þau hljóð, þar sem við notumst nú við á og ó. í
þeim efnum er skrifarinn furðanlega nútímalegur. Þar koma varla aðr-
Ir til greina en sýslumaðurinn sjálfur, Jón Jakobsson, og skrifari hans,
Guðvarður Eiríksson, Skagfirðingur. Latínuglósurnar hljóta þó næst-
um að vera frá Jóni Jakobssyni.
ÓDEILA, SAMNAFN OG ÖRNEFNI
Ekki verður skilist við frásögnina af hestavíginu, bæði í skýrslunni,
sem samin var til þess að skýra uppruna nafnsins Bleiksmýrardalur, og
> Arbókum Espólíns, án þess að drepið sé á eitt orð, sem þar kemur
fyrir, virðist harla sjaldgæft og kann að vera staðbundið. Það er orðið
ódeila. í skýrslunni segir: ‘Hann (þ.e. hinn vindótti hestur Sigmundar
á Garðsá) gieck a Dalnum (fyrer) vestann Fnióská og var sá Dalur
58 Prestsverkabók Gunnlaugs Gunnlaugssonar í Þjóðskjalasafni og Manntal á íslandi
1703, Rvík 1924-1947, bls. 114.