Gripla - 01.01.1990, Síða 49
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
45
Þingeyjarsýsla frá 1954), rit Haralds Matthíassonar Landið og Land-
náma, Rvík 1982 (II, bls 325-327). í lýsingu Jóhanns Skaptasonar á
Suður-Þingeyjarsýslu í Árbók Ferðafélagsins 1969 (Rvík 1969, bls. 79
°g 83) ræðir hann um örnefnið Ódeilu á vatnaskilum Flateyjardals og
Fnjóskadals (í nánd við Kambsmýrar) eins og það hefði haldist frá
fornu fari og til vorra daga. En allt er það mjög tortryggilegt, enda
bætir Haraldur Matthíasson við (á bls. 325), er hann hefur tekið upp
orð Jóhanns Skaptasonar: ‘Nafnið mun þó lítt notað um þann stað’.
Raunar má einnig segja, að Jóhann dragi sjálfur úr fyrri staðhæfingu
sinni á bls. 85.
Hitt er svo annað mál, að Ódeila hefur lengi verið kölluð fjall eitt
vestan Skjálfanda við Náttfaravíkur. í Landaskipunarfræði Gunnlaugs
Oddsens (I, 1, Kh. 1821, bls. 266) er umrætt fjall við Náttfaravíkur
kallað Ódeila. Þessu er raunar andmælt í Göngum og réttum (III, Ak.
1950, bls. 63), þar sem rætt er um Víknalönd, þriðja afréttarland Kinn-
unga, með þessum orðum: ‘Þar, sem mætast lönd Kinnar og Flateyjar-
dals, heita Hágöng (ranglega nefnd Ódeila í Landaskipunarfræði Odd-
sens 1822 (svo), og þaðan hefir villan slæðzt inn á herforingjaráðskort-
ln)’. Þetta sama fjall kallar Kristian Kálund í áður tilvitnuðu riti sínu
(II, Kh. 1879-82, bls. 156-157) Ódeilu. Þrátt fyrir brigður þær, sem
bornar hafa verið á Ódeilunafnið í nánd við Náttfaravíkur hefur höf-
undur þessarar ritgerðar heyrt skilríka Þingeyinga nefna einmitt þetta
fjall Ódeilu. Það er engan veginn fyrir það að synja, að fjallið kunni
frá fornu fari að hafa verið nefnt Ódeila eins og landspildan á mörkum
landnáma þeirra Þóris snepils og Eyvindar Loðinssonar önguls, enda
þótt fornar heimildir bresti um Ódeilu við Náttfaravíkur. Þess munu
°g mörg dæmi, að sama fjallið gengur ekki ævinlega og alls staðar und-
ir sama nafni.
Enn verður að nefna Ódeilu í nýju og ef til vill dálítið óvæntu sam-
bandi. Hólmi einn í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu heitir Ódeiluhólmur.
Hann er víða nefndur í íslenzku fornbréfasafni og alls staðar talinn
uign Grenjaðarstaðarkirkju, enda kemur nafnið oftast fyrir í máldög-
um þeirrar kirkju. Staðirnir í Fornbréfasafni eru þessir: II, bls. 431, á
þessum eina stað nefndur Ódæluhólmur (Auðunarmáldagi frá 1318, en
handrit frá 17. öld), III, bls. 579 (í Pétursmáldögum frá 1394 og síðar,
handrit aðallega frá 17. öld, en torlesin skinnbrot frá 16. öld), IV, bls.
17 (afhendingarskrá Grenjaðarstaðar 1391 og 1393, handrit frá 18. öld),