Gripla - 01.01.1990, Page 52
48
GRIPLA
jöfnu ávinningur vinnumannsins, að búinu farnaðist vel, því að það
tryggði honum betra viðurværi og jafnvel betri framtíðarhorfur.
Jafnvel lítilfjörlegar endurbætur á vinnubrögðum og tækjabúnaði í
landbúnaði og sjávarútvegi hefðu orðið þjóðinni affarasælli í hinni
hörðu lífsbaráttu sinni en þótt hún hefði getað flutt úr landi eitthvað af
jarðefnum með ærinni fyrirhöfn.
Það er því vandséð, hvers íslendingar, og þá sérstaklega Fnjóskdæl-
ir, hafa farið á mis, þó að hugmyndirnar um bleikju á Bleiksmýrardal
hafi reynst tálsýn ein Anno Domini 1779.
LOKAORÐ
Staðreyndir máls þessa liggja ljósar fyrir: Eftir fyrirmælum rentu-
kammersins 1779 lætur Jón Jakobsson sýslumaður Eyfirðinga á Espi-
hóli rannsaka, hvort finnanlegur sé á Bleiksmýrardal leirinn bleikja,
sem menn telja hentugan til að nota við postulínsgerð. Sú leit ber eng-
an árangur, en upp kemur saga um hestavíg, sem átti sér stað á Bleiks-
mýrardal endur fyrir löngu. Sögunni er ætlað að skýra uppruna nafns-
ins á dalnum, en óhætt er að vísa þeirri nafnskýringu eindregið á bug.
Sonur Jóns Jakobssonar sýslumanns, Jón Espólín sagnaritari og sýslu-
maður, notar þessa frásögn næstum orðrétta, en þó með nokkurri
aukningu og tímatalsbreytingu í Árbókum sínum löngu síðar, enda er
hann ekki fullra 10 ára, þegar sögnin er skráð. Þjóðfræðilega séð er
það mikils virði að vita svo nákvæmlega, hvenær frásögn þessi er
skráð. Verður ekki annað sagt en sagan beri þess vott, að undir yfir-
borði þessarar lærdómsaldar hafi leynst alþýðlegur og háþróaður frá-
sagnarháttur, arfur aftan úr öldum. Það beið 19. aldar að kunna að
meta hann. Enn er vert að minnast fallegra orða Jóns Sigurðssonar, er
hann ritaði í tilefni útgáfu Konrads Maurers á safni íslenskra þjóð-
sagna á þýsku 1859:
Vér horfum með undrun á hinar fornu sögur, sem standa eins og
fjallháar eikur, óhræranlegar og fastar, en vér virðum lítils hinar,
sem eru í kringum oss eins og smáblóm alls staðar á vegi vorum,
spretta upp og vaxa með oss í æskunni, lifa undir tungurótum
mæðra og fósturmæðra og gæti orðið að fögrum eikum og
blómguðum, en hverfa fyrr, af því vér köstum þeim frá oss eins