Gripla - 01.01.1990, Side 53
POSTULÍNSGERÐ OG HESTAVÍG
49
og visnuðum skarifíflum. Þær hafa aldrei komist á skinn, þess
vegna metum vér þær að engu.59
Sagan um hestavígið hefur lengi verið talin gott dæmi um frásagnar-
hátt Jóns Espólíns, og fræðimenn, bæði innlendir og erlendir, hafa vís-
að til þessarar frásagnar sem sagnfræðilegrar staðreyndar. Ég hef enga
löngun til að níða skóinn ofan af Jóni Espólín sem sagnfræðingi, en ég
tel það eindregið til bóta að geta gert sér grein fyrir vinnubrögðum
hans. Þjóðsögur hljóta jafnan að vera varhugaverðar sagnfræðiheim-
ildir. Þær verða því alltaf að sæta ströngu mati. í lokin er til þess
mælst, að sagnfræðingar endurmeti sagnfræðilegt heimildargildi frá-
sagnarinnar um hestavíg á Bleiksmýrardal (um 1400 eða um 1623) í
Ijósi þeirrar vitneskju, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan í
helst til löngu máli.
Vegna þeirra, sem kann að þykja gömul stafsetning mjög afskræmi-
leg, skal skýrsla sú eða frásögn um hestavígið, sem Jón Jakobsson
sendi til Kaupmannahafnar með bréfi sínu 6. september 1779, að lok-
um skráð í þeim búningi, sem nú tíðkast helst að hafa á rituðu máli.
Um Bleiksmýrardals nafns uppruna
Á Garðsá í Kaupangssveit bjó circa 1400 bóndi að nafni Sig-
mundur; hann átti hest vindóttan (colore cæruleo album), van-
inn til víga. Hann gekk á dalnum (fyrir) vestan Fnjóská, og var
sá dalur kallaður Fnjóskadalsafrétt, allur framdalur til ódeilu.
Hesturinn var oftast í sama plássi, sem nú kallast Vindhólar.
Þá bjó bóndi á Illugastöðum, kallaður Sveinn ríki. Hann átti
bleikan hest, vaninn til víga; hann gekk framar á dalnum, fyrir
austan ána, þar sem nú kallast Bleiksmýri.
Sveinn og Sigmundur vóru kappsmenn og áttu stundum deilur
saman; mæltu þeir eitt sinn mót með sér að reyna hesta sína á
dalnum og etja þeim til vígs, en þeir hestar voru þeir seinustu, er
vandir vóru til vígs í Norðlendingafjórðungi og máske á öllu ís-
landi.
Þeir hlóðu tvo garða á Vindhólanesi, sem enn nú sjást augljós
merki til; öttu svo hestum sínum milli garðanna, en menn hjuggu
59
Jón Sigurðsson, ‘Álit ura ritgjörðir’, Ný félagsrit XX, Khöfn 1860, bls. 191.