Gripla - 01.01.1990, Page 54
50
GRIPLA
sér rjóður í skógarbrekkunni framan í hólnum fyrir ofan til að
horfa á hestaatið.
Vindur var stærri og stirðleiknari, en Bleikur minni og mjúk-
ari. Sviptust þeir lengi og hlupust á, þar til Bleikur tók í nára
Vinds og reif á hol, svo út héngu innyflin, stökk svo á garðinn og
braut í skarð, hljóp svo yfir ána og fram í stóð nokkurt, er hön-
um fylgdi á Bleiksmýri, af hverri dalurinn hefur síðan nafn feng-
ið og er kallaður Bleiksmýrardalur.
Sigmundur þykkjaðist stórum við missir Vinds og óvirðing
sína, svo lítið varð um kveðjur bænda, en sagði þetta mundu
verða seinustu hestavíg (al(iter) at) í Norðurlandi og Fnjóskadal.
Sveinn var auðgastur maður að ganganda fé í dalnum, og því var
hann (sem sagt er) kallaður hinn ríki.
Næsta vor eftir hestavígið bar svo til á hvítasunnumorgun, að
sauðamaður Sveins á Illugastöðum fann gemling dauðan í kíl þar
við túnið. Sveini brá á brún og illa við missir sinn, greip birkiraft
mikinn og fór að brjóta ís á kflnum og segir hann skuli ei drepa
fyrir sér fleiri kindur.
Prestur reið til tíða um morguninn og sér Svein bónda liggja
dauðan á grúfu með birkilurk í kflnum við höndina (og heitir þar
síðan Sveinskfll). Nokkru síðar var vitjað stóðs á Bleiksmýri.
Fannst Bleikur dauður í Bleiksmýrargröf, og héldu menn hann
farist hafa um sömu mundir og Sveinn létst í kflnum. Eignaði al-
þýða Sigmundi á Garðsá (sem þótti rýndur maður um sig), að
svo óheppilega hafði til gengið um dauða Sveins og dráp Bleiks.
Undir frásögn þessa skrifar Jón sýslumaður Jakobsson á dönsku, að
sagan sé skráð 13. ágúst 1779 eftir sögn skilríkustu manna.
Þó að Sigurður hreppstjóri á Þórustöðum Guðmundsson og tveir
ungir aðstoðarmenn hans, allir sendimenn sýslumanns, fyndu enga
bleikjuna á Bleiksmýrardal til að afla Dönum efnis til veglegrar postu-
línsgerðar þeirra, þurfti ekki annað en ljósta sprota á bæjarþil Fnjósk-
dælinga, til þess að fram sprytti silfurtær lind íslenskrar frásagnarlistar.
Bjarni Vilhjálmsson andaðist 2. mars 1987.