Gripla - 01.01.1990, Page 56
52
GRIPLA
1.2. Um Örvar-Odds sögu hefur verið skrifað nokkuð mikið frá fíló-
lógísku sjónarmiði - varðandi þróun efnis, uppruna ýmissa mótífa,
tengsl við aðrar sögur o.s.frv. - en þegar leitað er upplýsinga um bók-
menntasögulega afstöðu hennar, eru kostir ekki eins góðir. Hún er
yfirleitt talin til fornaldarsagna og þykir sérstaklega gott dæmi þeirrar
tegundar sem kallast ‘víkingasögur’; en eins og kunnugt er, er fornald-
arsögum oft skipt í þrennt: hetju-, víkinga- og ævintýrasögur.
Innan þessa ramma hefur Örvar-Odds saga einkum verið skoðuð
sem meira eða minna heilsteypt ‘listaverk’, og þeir fáu fræðimenn sem
á einhvern hátt hafa túlkað hana bókmenntafræðilega hafa yfirleitt lít-
ið hirt um muninn milli eldri og yngri gerðar eða innri mótsetningar
sem einkum er að finna í yngri gerðinni. R.C. Boer lagði á sínum tíma
aðaláhersluna á eldri gerðina, en taldi hinar gerðirnar afbakanir sem
stöfuðu aðallega af því að þarflausu og óviðkomandi efni hefði verið
skotið inn í upprunalega textann (Qrvar-Odds saga 1892, bls. VII-XI).
Jan de Vries (1964-67, II, bls. 483-87) nefnir alls ekkert um mismun-
andi gerðir, en Hermann Pálsson og Paul Edwards (Pálsson-Edwards
1971) styðjast eingöngu við yngri gerðina í sinni greinargerð um höfuð-
atriði þess sem þeir kalla ‘legendary fiction’. Sá sem gerir sér skýrasta
grein fyrir gildi eldri og yngri gerða frá sjónarmiði söguþróunar, bæði
þessarar sérstöku sögu og fornaldarsagna yfirleitt, er kannski Guðni
Jónsson, sem skrifar í formála sínum 1943 (bls. XIX): ‘Handrit Örvar-
Odds sögu gefa mjög fróðlega hugmynd um fornaldarsögu á sköpunar-
stigi.’ Reyndar virðist Finnur Jónsson þegar hafa verið svipaðrar skoð-
unar, þegar hann skrifar í bókmenntasögu sinni:
Sagaen er i yngre hándskrifter stærkt bearbejdet og udvidet med
æventyr og udmalinger (jættehistorier og lignende), hvor man
meget lærerigt kan iagttage, hvorledes det ene lag ligesom föjes
til efter det andet (Finnur Jónsson 1920-24, II, bls. 806-809).
1.3. Eins og má skilja af því sem hér hefur verið sagt, hafa menn hing-
að til varla gert neina tilraun til að túlka texta Örvar-Odds sögu í
heild, en ýtarlegustu rannsókn einstakra atriða má finna hjá Hermanni
Pálssyni og Paul Edwards (1971). (Mjög áhugaverð, en efnislega tak-
mörkuð er einnig grein Lönnroths 1979.) Þessir höfundar eru þeirrar
skoðunar að Oddur sé einhver fjölþættasta og forvitnilegasta hetja í
fornaldarsögum - eins konar blendingur eða samruni ólíkra eiginleika