Gripla - 01.01.1990, Page 58
54
GRIPLA
C. burtför Odds frá Berurjóðri ásamt Ásmundi fóstbróður hans,
koma þeirra til Hrafnistu.
II. Miðhluti: röð ævintýra, sem einnig skiptist í þrennt:
A. Bjarmalandsför í þremur áföngum:
a) ofbeldi Guðmundar og Sigurðar gagnvart Finnum (og hefnd þeirra
á heimleiðinni),
b) bardagi við Bjarma og sigur yfir þeim, þar sem Oddur aflar sér
mikillar frægðar,
c) dvöl í Risalandi: Oddur skýtur augu úr Gneip tröllkonu og sigrar
risakonung (skýtur úr honum annað augað), fær síðan ákafan byr
heim í Hrafnistu.
Þessi fyrsti kafli í miðhluta sögunnar er mjög ævintýra- og þjóð-
sagnakenndur; þar eru nærri því öll þau mótíf sem samkvæmt Propp
einkenna ævintýrið (’Zaubermárchen’), en þau eru í stórum dráttum:
skortur: Odd skortir frægð og metnað (það ‘hlutverk’ sem Propp
táknar með a; sjá Propp 1972, bls. 31 ff.)
ákvörðun um aðfara út: Oddur ákveður að fara Bjarmalandsför (C)
aðstoðarmaður/gefandi: Grímur loðinkinni, sem gefur Oddi örvarn-
ar Gusisnauta, en þeim fylgja yfirnáttúrlegir eiginleikar (Propp: Sch -
Z)
ýkjukennd ferð til ævintýralandsins (W)
bardagi og sigur (K - S)
heimferð með fé og frægð (L)
eftirför Finna (V)
björgun garpsins (R)
nýtt próf vits og dugnaðar hjá risum (Gneip): Oddur sigrar ekki al-
veg, en reynist þó öllum fremri (P - Lö)
nafngiftin sem er sambærileg viðurkenningu hetjunnar (E): risinn
gefur Oddi nafnið Örvar-Oddur, en þar með er frami hans og frægð
endanlega staðfest.
Miðað við Greimas, sem hefur reynt að draga saman ‘hlutverk’
Propps og sett fram kenningu um ‘hetjupróf’ af ýmsu tagi (’kvalifíser-
andi próf’, ‘úrslita- eða aðalpróf’, ‘glorifíserandi próf eða ‘dýrðar-
próf’), má segja, að þau komi öll fyrir í þessum kafla (1. Oddur fær
magísk hjálpartæki, sem gera honum kleift 2. að vinna sigur og frægð
og 3. að fá staðfestingu á hetjuskap sínum í átökum við risakonung).
Athyglisvert er að risakonungur gefur Oddi nafnið Örvar-Oddur og að
það er Bjarmalandsferðin sem gerir hann frægan um allan heim, en