Gripla - 01.01.1990, Page 60
56
GRIPLA
lands og loksins til Húnalands. Frásögnin af öllum þessum atburðum
er stutt, ekkert sérstakt atriði má telja miðdepil - t.d. virðist kristni-
taka Odds vera ákaflega yfirborðsleg - og þess vegna vil ég helst ekki
telja þessar sneiðar með aðalhlutum sögunnar, en heldur kalla þær
milliliði eða röð af milliliðum.
C. Þriðji kafli miðhlutans hefst að mínu áliti, þegar Jólfur vísar Oddi
til Herrauðs Húnakonungs. Hér er aftur mikið um ævintýramótíf: Jólf-
ur bóndi er aðstoðarmaðurinn og ráðgjafinn (hann líkist að vissu leyti
Óðni; sjá Kroesen 1985, sem að vísu gerir of mikið úr þessu), en hann
er einnig gefandi: steinörvarnar þrjár sem hann gefur gesti sínum eru
þau hjálpargögn sem löngu seinna gera Oddi kleift að sigra Álf Bjálka-
konung. Auk þess leynir Oddur nafni sínu og lætur sem hann sé ódug-
legur til verka og íþrótta; það er ekki alveg ljóst, hversvegna hann ger-
ir það, en hitt er víst, að sagan hefur hér orðið fyrir áhrifum frá ævin-
týrum: Lönnroth (1979) talar, með tilliti til atburðanna í höll
Herrauðs, um Odysseifs- eða Widsith-mótíf, en eins líkleg eru áhrif frá
ævintýrinu um kolbítinn. En hvað sem því líður, þá er dulbúningur
Odds nauðsynlegur til þess að hann geti loks breytt útliti sínu í hetju-
líki í samræmi við ævintýrið (hlutverk T hjá Propp). Frásögnin af upp-
hafningu Odds í hirð Húnakonungs er yfirleitt mjög ævintýra- og
þjóðsagnakennd, en hún fer fram í þremur stigum: Oddur sýnir sér-
stakan dugnað og skotfimi í veiðiferð og þreytir tvö veðmál sem sýna
garpskap hans og birta hver hann er. Lönnroth telur kappdrykkjuna
hámark allrar sögunnar, enda er það alveg ljóst, að þar er um að ræða
mikið hetjupróf. Réttast væri að kalla það enn eitt úrslitaprófið, en
samtímis er það byrjun þess sem samkvæmt Greimas má kalla ‘dýrðar-
próf’ (’glorifíserandi próf’): konungur býður Oddi upp í hásætið og
þegar Oddur nokkru seinna biður sér Silkisifjar konungsdóttur, svarar
konungur játandi, en aðeins með því skilyrði að hann fari að skattgilda
Bjálkaland. Þetta verður síðasta prófið: enn einu sinni er um skort að
ræða (Bjálkar borga ekki skatt), Oddur er hetjan sem kallað er á til að
leysa úr vandamálinu, hann gerir það í stórhættulegri ferð móti heiðn-
um og fjölkunnugum mönnum og sannar á þennan hátt fullkomlega
hetjuskap sinn. í fullu samræmi við ævintýrið endar dýrðarprófið á því
að Oddur fær bæði konungsdóttur og konungsríkið eftir Herrauð
dauðan (hlutverk Ht hjá Propp); verður hann nú kyrr og nýtur sinnar
hamingju um langa ævi.
Atburðaröð þessa kafla er ekki alveg einföld, prófin hafa margfald-