Gripla - 01.01.1990, Page 61
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
57
ast, mörgum minniháttar atriðum hefur verið skotið inn í atburða-
rásina, en grundvallarstrúktúrinn er skýr: kjarni málsins er dýrðarpróf
1 hetjulífi, sem hefur verið prófað og sannað fyrir löngu, en nær há-
marki sínu hér.
III. Um síðasta hluta sögunnar þarf ekki að fara mörgum orðum. Eins
°g kunnugt er, er það frásögn um ævilok Odds: heimsókn hans í
Hrafnistu og Berurjóður og dauða hans af eitri orms sem skríður úr
hausi hestsins Faxa, svo að spádómurinn rætist.
2.2. Þegar litið er yfir atburðarás sögunnar í heild, er auðvelt að sjá,
aö hún er í góðu samræmi við miðaldarómana (riddarasögur). Grund-
vallarformgerðin er löng röð ævintýra, sem að vísu má skipta í kafla og
atriði og sem við og við nær ákveðnu hámarki, en sem að öðru leyti
sækir samhengi sitt aðallega í líf hetjunnar (Righter-Gould 1980 gerir
að vísu ráð fyrir strangari formgerð í fornaldarsögum Norðurlanda, en
það er augljóst að einmitt Örvar-Odds saga samsvarar heldur illa þeim
sameiginlega strúktúr sem hún heldur fram). Það er ævisaga manns
sem ungur fer út í heim til þess að leita ævintýra (aventiure alveg eins
°g í miðháþýskum eða fomfrönskum riddararóman) og afla sér frægð-
ar og öðlast hana eftir margar hættur og afreksverk. Ég er ekki sam-
mála þeim sem leggja mikla áherslu á spádóm völunnar og hvernig
hann rætist að lokum og halda því fram að þarna sé um að ræða harm-
leiksefni sem stingi í stúf við bjartsýnan anda ævintýra og miðaldaróm-
ana: menn hafa sýnt fram á að þetta mótíf á sér hliðstæðu í Væringja-
sögu (Nestorskróníku) og er að öllum líkindum komið þaðan; það hef-
ur sýnilega verið tengt við söguna sem eins konar umgerð sem gerir
hana áhugaverðari og tengir hana betur saman.
Það er annars áberandi, hvað lítil áhersla er lögð á orsakasambönd.
Að undanskildu upphafi sögunnar, þar sem skýra má útferð Odds sem
tilraun til að forðast forlögin, og að vissu leyti atburðunum kringum
Herrauð og Silkisif er það aðallega sókn eftir frægð og heiðri eða
kannski hrein ævintýraþrá, sem skapar innra samhengi. Að öðru leyti
hafa flestallir atburðirnir hvorki beina orsök né afleiðingu. Það er
meira eða minna hrein tilviljun að Oddur hittir Ölvöru írakonungs-
dóttur, að þeir Oddur hjálpa Skolla gegn Englandskonungi o.s.frv., og
helsta afleiðing af hjónabandinu við Ölvöru er skyrtan góða sem Odd-
ur ber með sér eftir skilnaðinn (það skiptir harla litlu máli að Ragn-
hildur dóttir þeirra er nefnd í sögulokin); annars gleymast bæði Ölvör og