Gripla - 01.01.1990, Qupperneq 62
58
GRIPLA
konungsríkið á írlandi og reyndar einnig allar vesturhafseyjamar. Það
hefur varla nein áhrif á hugarfar og framkomu Odds, að hann tekur
kristna trú, og þannig mætti nefna mörg önnur dæmi.
Aðferð höfundar er aðallega samlagning. Hann hefur að vísu áform
í stórum dráttum, en framkvæmir þau ekki í neinu ströngu orsakasam-
hengi, heldur raðar hann saman fjölda atburða, sem oft eru mjög svip-
aðir, þ.e. hann notar í ríkum mæli endurtekningaraðferð, endurtekur
aftur og aftur týpísk mótíf og efni: áskorun/bardaga, árás/orrustu, sig-
ur á miklu ofurefli, hefnd, valdatöku, frægð. Allsstaðar þar sem Odd-
ur kemur við, er spurt á sama hátt: ‘Ertu sá Oddur sem fór til Bjarma-
lands?’ eða á þá leið, og þegar höfundur segir frá veðmálum í höll
Herrauðs, notar hann tvisvar sinnum nærri því sama skema í atburða-
rás og orðalagi. Á sama hátt hefur hann áberandi tilhneigingu til að
nota þrítölu (þrjár víkingaferðir, áður en Oddur gengur í fóstbræðra-
lag við Hjálmar, þrjú dæmi um mikilmennsku Odds hjá Herrauði, áð-
ur en hann fer til Bjálkalands, þrjú ár sem hann dvelst á írlandi, þrjár
örvar Gusisnautar, þrjár steinörvar Jólfs o.s.frv.), en einnig aðrar fast-
ar tölur (t.d. hefur Oddur eða andstæðingur hans eða hvortveggja 30
skip). Þetta leiðir af sér að öll frásögnin er - þrátt fyrir allar ýkjurnar -
nokkuð þurr; höfundur lætur sem hann sé óhlutdrægur, kemur varla
neinsstaðar fram með beinar umsagnir eða dóma, og hann notar mikið
af formúlum eða formúlukenndu orðalagi - í stuttu máli: hann notar
yfirleitt þær aðferðir sem Axel Olrik á sínum tíma kallaði ‘epísk lög’
og taldi einkenna alþýðlegar ‘bókmenntir’ (sjá Olrik 1908, 1909). Að
vísu segir höfundur frá sumum atburðum í nokkuð skýrum myndum,
sem eins vel gætu komið fyrir í einhverri íslendingasögu, en yfirleitt er
málfar hans heldur fátæklegt (t.d. í efnislitlum samtölum) og algerlega
laust við þá fjölbreytni sem sérkennir málið á bestu íslendingasögum.
2.3. Samsvarandi þessu eru persónulýsingar. Það má óhætt segja, að
Oddur sé eina persónan í allri sögunni sem er nokkurn veginn mótaður
sem mennskur maður. Myndin af persónuleika hans, sem frásögnin
framkallar, er ekki alveg einhliða: hann er sterkur, kjarkmikill, trygg-
lyndur, örlátur, hjálpsamur, en einnig íhugull (mannamissir sem hann
hefur orðið fyrir, liggur þungt á honum), en á hinn bóginn er hann
drjúglátur, óráðþægur, metnaðargjarn (þó án valdagræðgi) og samtím-
is tiltakanlega lítt ásthneigður (að því leyti er hann allt annað en ekta
‘rómantísk’ hetja). En þótt þessi margbreytni sé að nokkru leyti sann-