Gripla - 01.01.1990, Side 63
UM PRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
59
færandi, er Oddur samt ekki nema að hálfu leyti mennskur maður:
hæfileikar hans eru alltof yfirnáttúrlegir, lýsingar á honum of há-
stemmdar og líf hans of óvenjulegt og ýkjukennt. En enn síður kemur
mannlegt eðli fram í hinum persónunum. Flestallar eru aðeins mótað-
ar til hæfis við Odd, annaðhvort samlyndar honum eða óvinir hans, og
þær hafa í flestöllum tilfellum ekki nema einn eiginleika: Ásmundur
fóstbróðir Odds er góður drengur (og að sumu leyti nýrri tíma riddari
við hliðina á víkingnum), Hjálmar er göfuglynd og kannski dálítið
tragísk hetja, Ögmundur er illur og ljótur og reyndar ekkert annað en
illur andi, o.s.frv. En versta meðferð fá konur: þær hafa hreint og
beint hvorki útlit né persónuleika. Persónulýsingar hafa yfirleitt ekki
mikla dýpt, þær eru ‘flatar’ og yfirborðslegar, en einmitt þetta er aftur
í góðu samræmi við ævintýrið.
2.4. Sama er að segja um tíma og rúm. Að vísu er nokkur raunsæis-
blær yfir sögunni: hún er að vissu leyti bundin Suðvestur-Noregi (Odd-
ur virðist hafa verið söguleg persóna, sjá síðar); umhverfi og félagsleg-
ar aðstæður eru að minnsta kosti sumpart ekki fjarlægar víkingaöld-
inni; þar að auki koma kristindómur og pílagrímsferðir 11. og 12. aldar
við sögu. Ævitími Odds er ákveðinn, en innan þessa 300 ára ramma
bregður einnig fyrir einhverju sem mætti kalla tímatilfinningu og er
heldur ólíkt öðrum miðaldabókmenntum: þegar Hárekur spyr Odd,
hvort hann ætli ekki að giftast, talar hann um að hann sé að eldast
(Qrvar-Odds saga 1892, bls. 86)!
En þetta er hér um bil allt sem mætti segja um raunsæi Örvar-Odds
sögu. Að öðru leyti er svo að segja allt frábrugðið og fjarlægt venju-
legum tíma og rúmi. Víkingalög Hjálmars sem Oddur samþykkir eru
hreinn uppspuni til þess að sanna, hve miklir hugsjónamenn þeir eru,
sem lifa samkvæmt þeim. Löndum og þjóðum í Evrópu og Asíu er
ruglað saman svo að torvelt getur verið að átta sig á þeim; t.d. fer
Oddur frá Sikiley um Grikkland og Miðjarðarhafið til Akvitaníu og
þaðan beinleiðis austur á Jórdan. Mikilvægir atburðir gerast í ævin-
týralegum eða blátt áfram loftkenndum löndum eins og Bjarma-, Risa-
og Bjálkalandi, en einnig það sem nefnt er raunverulegum nöfnum, er
látið vera svo óskýrt að það virðist liggja ákaflega langt frá veru-
leikanum (um Risa-, Hellu- og Bjarmaland sjá Simek 1986). Bætum
við öllu því sem lifir í þessu ‘fjarlæga’ umhverfi, og því sem kemur þar
fyrir Odd - alls háttar kynlegum kvikindum eins og risum, tröllum,