Gripla - 01.01.1990, Blaðsíða 64
60
GRIPLA
berserkjum, illum öndum og öðrum fjölkunnugum og yfirnáttúrlegum
verum, sem reyna að fyrirfara hetjunum; magískum hlutum eins og
örvunum Gusisnautum sem fljúga aftur á streng af sjálfu sér, eða
skyrtunni sem ekkert bítur á; yfirnáttúrlegum fyrirbærum og gjörning-
um eins og fárviðri sem Finnar búa til o.s.frv. - ef við bætum öllu
þessu við, þá reynist Örvar-Odds saga vera nærri því fullkomin ævin-
týrasaga, þar sem allt gerist í fjarlægri veröld og þar sem gilda allt önn-
ur lögmál rúms og tíma heldur en í íslendingasögum.
Ég get hugsað mér, að þær sögur sem voru sagðar á Reykjahólum
1119 hafi verið af svipuðu tagi sem þessi eldri gerð Örvar-Odds sögu.
Áhugi á hetjulífi, á ferðum um fjarlæg lönd, hugsjónir um drengskap
og göfuglyndi, en einnig hugmyndir um gæfumennsku og forlög sköp-
uðu þær forsendur sem þurfti til þess að semja sögur, sem sögðu frá
heimi sem lá langt fyrir utan þann takmarkaða veruleika sem menn
lifðu í bæði í byrjun 12. aldar og ennþá fremur í lok 13. aldar.
3. En lítum nú á yngri gerð Örvar-Odds sögu til þess að sjá, hvernig
sagan hefur þróast á hér um bil 100 til 150 árum! Hér mun vera best að
styðjast við A/B-gerðina, en milli S og A/B liggur enn eitt skinnhand-
rit, M, sem hefur nokkrar, en þó takmarkaðar breytingar gagnvart S.
Til M-gerðar mun ekki tekið tillit nema í fáeinum tilfellum.
3.1. Fljótséð er að A/B-gerðin er mun lengri en S. Meðal annars
geymir hún alla ævidrápu Odds og langa nafnaskrá í kvæði Hjálmars,
en ég mun ekki fara út í þá sálma, heldur takmarka mig við breytingar
á óbundnu máli.
Fyrir koma styttingar í einstökum minniháttar atriðum - t.d. er
sleppt skýringunni á drápi skjaldmeyjar í Bjálkalandsförinni (að hún
þorði ekki að hlaupa yfir fenið) - en miklu meira ber á því að textinn
sé aukinn, og eru slíkar breytingar af ýmsu tagi:
3.1.1. Frásögn af einstökum atriðum getur verið ýtarlegri. T.d. er
meira sagt frá Bjálkalandsför; í 26. kapítula fjölgar veðmálunum úr
tveimur í þrjú, o.s.frv.
3.1.2. Sama mótíf sem fram kemur í S, birtist aftur í yngri gerðinni,
en í gerbreyttu formi. Fegar þeir Oddur eru búnir að herja ‘um Val-
land, Frakkland og Helsingjaland’, fara þeir í A/B næstum beinleiðis
til Akvitaníu; Oddur er skírður þar, fer frá kumpánum sínum, sér dráp
biskups og hefnir hans og fer þaðan beint austur á Jórsalaland - með