Gripla - 01.01.1990, Page 66
62
GRIPLA
atriði; það má heldur segja að höfundur auki Ögmundarefnið á þann
hátt að það vefjist um hitt sem stendur í eldri gerðinni, svo að það
verður eins konar ‘hringrás’ í formgerðinni. Og þessi hneigð til að end-
urtaka sama efni kemur einnig í ljós í aukaatriðum; t.d. er mörgum
sinnum bent á skyrtuna góðu og á hin yfirnáttúrlegu siglingatæki
Hrafnistumanna. En rétt er þó að taka fram, að þótt orsakasamhengi
skýrist þá verður sagan ekki raunsærri. Það er ekki síst það mikla hlut-
verk sem yfirnáttúrlegur andi eins og Ögmundur fær í þessari gerð,
sem fjarlægir söguna ennþá meira frá veruleikanum, og yfirleitt er
tíma- og staðatilfinning yngri gerðar enn óákveðnari en í S.
3.3. í yngri gerð koma einnig til greina nýjungar í frásagnarhætti:
3.3.1. Greinilegar eru breytingar á áhugamálum höfundar. Ástarlíf
er að vísu ekki miklu meira en í eldri gerðinni. Þar er þegar sagt frá
því að Hjálmari og Ingibjörgu er bannað að eigast, svo að þau geta
ekki sameinast fyrr en í dauðanum. í hvorugri gerðinni gætir verulegra
áhrifa frá riddaralífi og riddarasögum; frásögnin er í báðum gerðum
eins órómantísk og maður getur hugsað sér. Þegar Ingibjörg fær
dauðafréttina, hafa sögumenn ekki miklu meira að segja en að ‘hún
hnígur þá aftar í stólsbrúðunum og deyr þegar’, meðan Oddur stendur
hjá og rekur upp skellihlátur. Þó tala Oddur og Jólfur nokkru meira
um Silkisif og vænleika hennar í yngri en í eldri gerð.
En aðallega sýnir höfundur A/B-gerðar aukinn áhuga á yfirnáttúr-
legum, fáránlegum hlutum og atburðum. Hann endurtekur risaefnið
og finnur upp nýtt risaland (en í þetta skipti eru Oddur og risarnir góð-
ir vinir), dularfullur ráðgjafi (og gefandi), sem sögumaður setur í beint
samband við Óðin, kemur við sögu. Ógurlega stórir fuglar og skrímsli
af ýmsu tagi ógna mannlífinu: gammurinn sem ber Odd ‘yfir mörg
lönd og höf’ í klóm sínum; finngálknið sem hefur mannshöfuð, en er
dýr fyrir neðan, með langan og digran hala, furðulega stórar klær og
með sverð í hverri kló; Hafgufa og Lyngbakur sem eru í sjó, en stór
sem eyjar. Mörg efnisatriði sem í fyrri gerðinni eru nokkurn veginn
með raunsæjum hætti, eru ýkt og færð út í öfgar, ‘mælikvarðinn’ er
stækkaður: Oddur er orðinn tólf álna hár í staðinn fyrir sjö; í staðinn
fyrir kufl býr hann til næfraföt til að leyna sér í áður en hann kemur í
heimsókn til Jólfs og Herrauðs; skotfimi hans er orðin enn ótrúlegri
eins og kemur í ljós við veðmálið hjá Herrauði; Álfur Bjálkalandskon-
ungur og Gyðja kona hans skjóta ‘af hverjum fingri’; Ögmundur getur