Gripla - 01.01.1990, Síða 67
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
63
horfið niður í jörðina hvenær sem er, o.s.frv. Það er líka auðséð, að
höfundur hefur gaman af skoplegum hlutum og atburðum, t.d. þegar
hann lætur hetjuna sitja í gammsbæli eða liggja í vöggu hjá risadóttur
sem hann samt sem áður getur bam með, eða þegar menn drukkna af
því að þeir fara í land á sjóskrímsli sem þeir halda vera eyju.
011 þessi atriði benda í átt að því sem menn kalla ‘ýkjustíl’ (hyper-
bólískan stfl), en hann verður sérstaklega vinsæll, þegar líður á seinni
hluta miðalda. Það má víst telja í samræmi við þennan stfl, þegar höf-
undur skýtur inn landfræðilegum og sögulegum upplýsingum í 30.
kapítula: myndin sem hann gefur þar af löndum og konungum í
Garðaríki, er alveg eins ótrúleg og ýkjukennd og þau efnisatriði sem
fyrr eru talin.
3.3.2. Sögumaður er yfirleitt ekki eins ‘ósýnilegur’ og í eldri gerð-
inni. Að vísu er það ekki mikið sem hann segir fyrir eigin hönd; hann
notar oftast gamlar, ópersónulegar formúlur eins og ‘nú er þar til at
taka’, ‘sem fyrr er skrifað’ og því um líkt. En á nokkrum stöðum snýr
hann sér til áheyrenda/lesenda með athugasemdir sem gera hann
miklu áþreifanlegri og væru óhugsanlegar í eldri gerðinni. í A/B endar
sagan þannig: ‘Og lýkur þar nú sögu Örvar-Odds, eftir því sem þér
hafið nú heyrt frá sagt.’ í M-gerðinni lýkur sögunni með langri hug-
leiðingu, þar sem sögumaður og afstaða hans til söguefnis og áheyr-
enda koma enn miklu skýrara fram:
Og lýkur hér nú sögu Örvar-Odds eftir því sem eg hefi hana á
bókum heyrt. En þó að eg hafi mörg orð þau mælt eða framsagt
í þessi sögu, er ónytsamleg eru, þvíað eg veit eigi, hvort nokkuð
orð er satt eða ekki, þá bið eg þess, að guð almáttigur láti engan
gjalda, þann er les eða hlýðir eða ritar. Nú sé guð varðveitandi
oss frá öllum illum hlutum, meðan vér lifum hér í heimi, en
styrki oss til allra góðra hluta . . .’ (Boer 1888, bls. 196)
En í A/B-gerðinni er þessum kafla annaðhvort sleppt eða hann hefur
aldrei verið þar.
3.3.3. Að öðru leyti er frásagnarstfllinn víða orðríkari en í eldri
gerðum, án þess að inntak sé víkkað eða dýpkað að verulegu marki.
Þetta kemur skýrt fram í samtölum sem eru ósjaldan enn efnisminni en
í S, en stundum er sjálf frásögnin einnig litlausari; t.d. skortir frásögn-
ina af berserkjabardaganum á Sælundi þá sviðsetningu, sem setur þó
nokkurn svip á samsvarandi atriði í S. Frásögnin getur einnig verið fá-