Gripla - 01.01.1990, Page 69
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
65
sögur um hann munu hafa verið þekktar frá fornu fari og munu
snemma hafa verið tengdar sögum sem fóru af Grími loðinkinna og
Katli hæng Hrafnistumönnum, og má vel vera að þaðan hafi komið
ýmis atriði, t.d. yfirnáttúrleg fyrirbæri eða hlutir eins og örvarnar
Gusisnautar, inn í Örvar-Odds sögu.
4.2. Það er náttúrlega torvelt að ákveða, hvenær frumgerð Örvar-
Odds sögu hefur verið samin, en líklegt finnst mér, að til hafi verið
eitthvað í munnlegu formi sem mætti kalla sögu í þrengri merkingu
þess orðs. Þessi saga hefur líklega verið til á 11./12. öld og hlýtur- að
minnsta kosti að nokkru leyti - að hafa verið undirstaða þeirra kvæða
sem fjalla um Örvar-Odd og eru tengd sögunni (nokkuð frábrugðin er
skoðun Lönnroths 1979, sem heldur að mannjafnaðarkvæðið hafi ver-
ið fastara mótað en munnlegar sögur og að þetta kvæði hafi kannski
verið kveikja allrar sögunnar). Ef dæma má eftir S-gerðinni, hefur
fyrsta gerðin verið tiltölulega stutt og með þó nokkrum raunsæisblæ;
hún hefur líklega náð yfir þá kafla sem ég hef hér á undan talið vera
aðalhluta sögunnar: Bjarmalandsför, víkingalíf á Norðurlöndum og á
írlandi, Bjálkalandsför; þar að auki hefur umgerðin: spádómurinn/
dauði Odds, snemma verið tekin upp úr Væringjasögu.
4.3. Sambland við hetjusögu Hjálmars hlýtur líka að hafa átt sér
stað á einhverju fyrsta stigi söguþróunarinnar, af því að Saxo nefnir
báðar hetjurnar í sambandi við Sámseyjarbardagann. En allt hitt, öll
þau smáatriði (milliliðir), sem eru á milli meginatriða, ef til vill einnig
Suðurlandaförin, þurfa ekki að hafa verið í sögunni fyrr en S-gerðin
var samin. Að minnsta kosti geri ég ráð fyrir að ævintýrablær muni
hafa aukist milli þeirra gerða - t.d. má vel vera að kolbíts-/Odys-
seifs-minnið og Ögmundur sem illur andi hafi komið inn á þessu þró-
unarstigi - og að kristinn sögumaður, sem vissi eitthvað um krossfara
og pílagríma 12. og 13. aldar hafi tiltölulega seint skotið inn ferðinni
austur á Jórdan (sami sögumaður hefur kannski lagt til víkingalögin og
drengskaparhugsj ónina).
4.4. Þrátt fyrir öll þessi innskot og allar aðrar breytingar er grund-
vallarformgerðin ennþá sæmilega skýr og ljós í S-gerðinni, en í yngri
gerðum er þetta nokkuð öðruvísi.
í M-gerðinni er að vísu ekki mikið um breytingar sem máli skipta,