Gripla - 01.01.1990, Page 70
66
GRIPLA
en samt eru nokkrar nýjungar í henni eftirtektarverðar. Atburðirnir í
Akvitaníu, sem hér eru í fyrsta skipti með riddaralegu sniði, og hug-
leiðingar höfundar í sögulok benda í átt að þeim stíl og hugsjónum
sem tíðkast í ungum ævintýra- og riddarasögum. Sama er að segja um
það að annars vegar er sleppt dýpri hugsunum í samtali Odds og Há-
reks og hins vegar virðist höfundur í sambandi við Bjarmalandsför
forðast eins og hægt er orðin ‘tröll’, ‘risar’, ‘flagðkona’ og því um líkt.
í A/B-gerðinni er aftur á móti sjálfri formgerðinni breytt. Ævin-
týrablærinn hefur aukist yfirleitt, og samtímis hefur eitt ævintýraminni:
Ögmundar-efnið, verið víkkað, svo að það myndar eins konar hring-
rásar-formgerð innan um hin gömlu efnisatriði sögunnar. Eins og
yngsta gerðin liggur fyrir, skerast í henni tvær formgerðir: gömul hefð-
bundin ævintýrasaga og nýtt söguefni sem fylgir sínum eigin lögum.
Það mætti kannski segja, að nýja efnið trufli gömlu söguna; en ef rétt
er athugað, geymir þessi strúktúr margt sem er merkilegt frá siðfræði-
legu- og bókmenntasögulegu sjónarmiði. Ef til vill mætti segja, að
dýpri merking Ögmundar-efnisins sé að sýna takmörk hins forna
hetjulífs frá kristilegu og riddaralegu sjónarmiði. Með öðrum orðum:
mótsetningin í formgerðinni felur í sér mótsetningu í lífsskoðun manna
á seinni hluta miðalda, mótsetningu milli aðdáunar á gömlu hetjulífi
og viðurkenningar á skuggahliðum þess; og samtímis speglar hún
kannski vandamál í þjóðfélagslífi miðalda. En ætli þessi mótsetning
feli ekki einnig í sér skýringu á þeirri gamansemi og þeim áhuga á ýkj-
um og fáránlegum hlutum sem koma fram í yngstu gerðum sögunnar?
Hvað sem því líður, þá sýnir þróun Örvar-Odds sögu hvernig forn-
aldarsaga gat breyst úr kjarna sem kannski hefur verið sögulegur, í
víkinga-, ævintýra-og ýkjusögu og loks - þrátt fyrir allt - í söguform
sem liggur alveg í nánd við riddarasögur; hún sýnir - að vissu leyti í
mótsetningu við íslendingasögur - hæfileika fornaldarsagna til að
fylgjast með tíma og smekk sem breytist.
5. Það mætti þannig að orði komast, að Örvar-Odds saga - að
minnsta kosti í yngstu gerð - sameini einkenni mismunandi sagna-
greina í einum og sama texta. En þá er spurning, til hverrar greinar
helst megi telja hana, hvort yfirleitt sé hægt að skipa henni í ákveðinn
sagnaflokk.
5.1. Eins og kunnugt er, hefur lengi verið algengt og er reyndar enn