Gripla - 01.01.1990, Síða 71
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
67
að skipa fornaldarsögum niður í hetju-, víkinga- og ævintýrasögur
(’Abenteuersagas’ á þýsku), en í tengslum við þær má einnig nefna
frumsamdar riddarasögur eða ‘Márchensagas’ á þýsku. í bókmennta-
sögum er Örvar-Odds saga venjulega talin með víkingasögum, meira
að segja munu sumir fræðimenn telja hana eitthvert besta dæmi þessa
flokks. En hvernig á að skilgreina þessar sagnagreinar? Eftir efni,
formgerð, stíl eða öllu þessu? Hér vantar ennþá mikið af ýtarlegri
rannsóknum, mikið hefur verið gert af handahófi eða vana og er því
óáreiðanlegt; en á síðustu árum hafa farið fram umræður, þar sem
hefðbundin sagnaflokkun er dregin í efa (sjá Kalinke 1985). Að því er
varðar víkingasögur, hefur skilgreining og afmörkun gagnvart öðrum
greinum auðsjáanlega verið gerð eftir efni: af því að Oddur var víking-
ur, er saga hans talin víkingasaga. De Vries 1964-67 nefnir að vísu
fleiri einkenni: formgerð sem er röð ævintýra, yfirnáttúrleg fyrirbæri,
jákvæða (sjaldan tragíska) lífsskoðun, en ætli þessi einkenni komi ekki
fyrir í hinum greinunum?
5.2. Þegar rætt er um Örvar-Odds sögu virðist hugtakið ‘víkinga-
saga’ vera ófullnægjandi. Lítum því á næsta flokk: ‘ævintýrasögur’
(hetjusögur er óþarfi að miða við í þessu sambandi, af því að þar er að
mestu leyti um að ræða sögur, sem eru samdar eftir gömlum kvæðum
og nokkuð vel afmarkaðar). Um ævintýrasögur (’Abenteuersagas’)
hefur Hans-Peter Naumann skrifað tvær ritgerðir sem gefa góða mynd
af þeim sögum, sem samkvæmt hefðbundinni flokkun eru taldar til
þessarar greinar (sjá Naumann 1978 og 1983). Eins og hann segir með
réttu, eiga ævintýra- og víkingasögur margt sameiginlegt: tilbreytingar-
lausa (’skematíska’) formgerð; röð ævintýra, þar sem hetjan vinnur
sigur og fær brúði og ríki; skort á hetju-hugsjónum; ýkjur og gaman-
semi. Þó eru að áliti Naumanns nokkuð mörg sérstök einkenni ævin-
týrasagna: áþreifanlegur sögumaður sem tekur afstöðu til atburða og
frásagnar; upphaf og lok sögu í fastmótuðu formi, endurtekningar-
regla, þrítala; landfræðileg innskot, atburðaskipun í mörgum þáttum
(’Mehrstrángigkeit’); sambland efnis og minna af ýmsum uppruna - úr
norrænum hetjusögum og goðafræði, skandinavískum ævintýrum,
riddarasögum og (þýskum) ‘leikarakvæðum’ (Spielmannsdichtung).
En ef við berum nokkrar af þeim sögum sem Naumann byggir á saman
við nokkrar svokallaðar víkingasögur, kemur brátt í ljós, hvað munur-
inn er lítill. Það vantar varla neitt einasta einkenni ævintýrasagnanna í