Gripla - 01.01.1990, Side 72
68
GRIPLA
víkingasögunum í heild, þar er ekki um að ræða meira en stigsmun:
meðal annars er atburðaskipun í mörgum þáttum ekki eins áberandi í
víkingasögum, og framar öllu er ævintýraformgerðin (ævintýra-
mynstrið) yfirleitt skýrara í ævintýrasögum, þó að það sé vissulega
einnig til í víkingasögum. Þegar hugað er að einkennum Naumanns í
Örvar-Odds sögu, er auðsjáanlegt að þau koma öll fyrir að minnsta
kosti í yngstu gerð. Nokkur þeirra vantar að vísu í hina eldri, en þar er
þó að finna það einkenni sem ríður mest á: sjálfa ævintýraformgerð-
ina. Sú ævintýrasaga sem virðist vera svipuðust Örvar-Odds sögu í
þema og uppbyggingu er Göngu-Hrólfs saga, og er því sérstaklega
skemmtilegt að bera saman þessar tvær sögur. Báðar segja þær frá
löngu ævintýra-/hetjulífi, frá garpi sem vill láta á sér bera en er samt
stilltur og hjálpsamur (hugsjónamaður), fer herferðir um nærri því all-
an heim (alla norðurálfu), er hvorki valdafíkinn né ásthneigður, en fær
loks þrátt fyrir allt konungsdóttur og konungsríki. Þó er nokkur munur
á þessum sögum: ævintýramynstrið er skýrara í Göngu-Hrólfs sögu,
fleiri og meiri ýkjur, áhrif riddaramenningar meira áberandi, höfundur
áþreifanlegri. En ljóst er að þetta er ekki nema stigsmunur, svo að
engin ástæða virðist til þess að skipa Örvar-Odds sögu í annan flokk en
Göngu-Hrólfs sögu.
5.3. Frumsamdar riddarasögur hafa eins og kunnugt er lengi notið
lítils álits, en á síðustu árum hafa nokkuð margir fræðimenn fengist við
þær, meðal annars Jiirg Glauser í ágætri doktorsritgerð (sjá Glauser
1983). Eins og Glauser sýnir þar fram á, fylgja allar þessar sögur að
meira eða minna leyti þeirri formgerð sem samkvæmt Propp ligpur öll-
um ævintýrum til grundvallar. Þar eru frásagnarliðir eins og skortur
eða tjón, kvaðning hetjunnar, útferð hennar, fundur við aðstoðar-
mann eða gefanda, viðtaka töfragrips, bardagi, sigur, viðtaka þess sem
hetjan hefur leitað að, heimför, (ef til vill ný eftirför og ofsókn), heim-
koma og laun (hetjan fær konungsdóttur og -ríki). Stfll og minni eru
mótuð af föstum fyrirmyndum, þungamiðja innihalds og boðskapar
eru riddaralegar hugsjónir í mótsetningu við ajj: það sem er fjandsam-
legt ævintýraheimi riddarans. Tími og rúm eru ‘abstrakt’, miðuð við
hetju og andstæðinga hennar.
Það er auðséð að allt þetta á með nokkrum hætti einnig við Örvar-
Odds sögu, en að vísu í nokkuð minni mæli. Eins og riddarar er Örvar-
Oddur fyrirmyndarhetja, þó með nokkru frumstæðara sniði. Ég hef