Gripla - 01.01.1990, Page 73
UM ÞRÓUN ÖRVAR-ODDS SÖGU
69
líka víða getað bent á samsvörun við ævintýraformgerð Propps, en
einnig við Greimas, þó að þessi formgerð sé ekki eins fastmótuð í Örv-
ar-Odds sögu. Röð atburða, endurtekning og formúlur eru einnig
grundvallaratriði þessarar sögu, og alveg eins og í frumsömdum ridd-
arasögum er það persóna hetjunnar sem mótar tíma og rúm.
5.4. Mér er fjarri skapi að neita því að verulegur munur sé bæði á
Orvar-Odds sögu og öðrum fornaldar- og riddarasögum og á hinum
ýmsu sagnaflokkum innbyrðis. En það sem mestu máli skiptir er að
nrínu áliti, að flestallar þessar sögur hafa sameiginlegan grundvallar-
strúktúr, og það er því spurning, hvort rétt sé að halda uppi hefðbund-
mni flokkun í fornaldar-, riddara-, víkinga- og ævintýrasögur. Þegar
hefur verið bent á, að þessi spurning er ekki út í bláinn, og má auk
Kalinke 1985 vitna í fleiri ritgerðir og greinar eins og t.d. Hermann
Pálsson 1979, van Nahl 1981, Glauser 1983 o.s.frv. (sbr. einnig
Schlauch 1934), sem allar saman bera vott um hve nauðsynlegt er að
leita að nýjum og nákvæmari skilgreiningum sagna og sagnaflokka, en
samtímis verður að viðurkenna hversu torvelt mun vera að komast að
ákveðnum niðurstöðum. Það er alveg rétt hjá Hermanni Pálssyni 1979
að skipa íslenskum fornsögum í heild einhversstaðar á milli sögulegra
staðreynda og hreins skáldskapar, og eins rétt er að gera ráð fyrir þró-
un fornaldarsagna frá sögum um forna tíma gegnum ævintýrasögur og
tú frumsaminna riddarasagna (sjá t.d. Ebel 1982). En skemmtilegasta
niðurstaða minnar rannsóknar á ýmsum gerðum Örvar-Odds sögu er
einmitt sú, að þessi þróun hefur getað átt sér stað innan sömu sögu.
Af þessu mætti draga þá ályktun að best væri að sleppa orðunum
fornaldarsögur og riddarasögur, og þó einkum heitum sem eru notuð
um flokka sem áreiðanlega eru ekki til sem sérstakar greinar, til dæmis
‘víkingasögur’, sem er ekki hægt að skilgreina hvorki á grundvelli
formgerðar né stfls né efnis. Ég þori ekki að segja, hvaða heildarnafn
ætti að koma í staðinn fyrir fornaldar- og riddarasögur: ‘lygisögur’
mundi vissulega geta átt við þær flestar en það er of neikvætt - en ætli
‘ævintýrasögur’ (með tvöfaldri merkingu eins og orðið ævintýri hefur í
íslensku) væri ekki vel við hæfi?