Gripla - 01.01.1990, Page 77
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
UM DANAKONUNGA SÖGUR
Arið 1982 kom út hjá Hinu íslenzka fornritafélagi bók ein mikil,
Danakonunga sQgur, í útgáfu Bjarna Guðnasonar prófessors með inn-
gangi eftir hann og miklum skýringum neðanmáls við texta (stytt hér á
eftir DS). Á þessa bók eru prentaðar þrjár sögur: Skjöldunga saga,
Knýtlinga saga og Ágrip af sögu Danakonunga.
Það sem er prentað undir titlinum Skjöldunga saga er í fyrsta lagi
kafli úr Danasögu Arngríms lærða (Rerum Danicarum fragmenta), að-
altexti á latínu og íslensk þýðing neðanmáls af þeim hluta verksins, þar
sem hliðstæðir íslenskir miðaldatextar eru ekki varðveittir. Á eftir
fylgja íslenskir textar sem útgefandi telur ættaða frá Skjöldunga sögu;
þessir textar eru sem hér segir: Upphaf allra frásagna, lítill kafli, tæp
hálfönnur blaðsíða í útgáfunni, varðveittur í undarlegu samtínings-
handriti frá lokum 14. aldar, AM 764 4to (ekki AM 746 4to, eins og
stendur í handritaskrá á bls. 2 í DS), þar næst 28. og 29. kapítuli Yng-
linga sögu í Heimskringlu, 54. og 55. kapítuli Snorra-Eddu, Sögubrot
af fornkonungum, Svíakonungatal Arngríms lærða (Ad catalogum reg-
um Sveciæ, aðaltexti á latínu og íslensk þýðing neðanmáls), kafli úr
Ragnarssona þætti sem er varðveittur í Hauksbók (AM 544 4to), og
loks 63. og 64. kapítuli Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu (stytt
hér á eftir ÓlTr).
Islensku textarnir eru prentaðir með samræmdri stafsetningu, þeirri
sem hefur verið tíðkuð í útgáfum Hins íslenzka fornritafélags, en latn-
eskir textar Arngríms lærða eru teknir stafrétt eftir útgáfu Jakobs
Benediktssonar í Bibliotheca Arnamagnœana IX; þar er texti Dana-
sögu Arngríms prentaður eftir því eina handriti sem varðveist hefur
uieð textagildi, sem er óvandað eftirrit af glötuðu handriti.1 Einnig eru
smáklausur á dönsku í texta Arngríms prentaðar í DS stafrétt eftir út-
gáfu Jakobs, þ.e. með stafsetningu þess handrits sem þær eru varð-
veittar í. Jakob hefur í útgáfu sinni leiðrétt augljósar ritvillur handrits-
1 Bibliotheca Arnamagnœana XII, bls. 181-85.