Gripla - 01.01.1990, Side 78
74
GRIPLA
ins og prentað ranga leshætti þess neðanmáls, en einnig hefur hann
bent á í skýringum (Bibl. Arn. XII 232), að orðið qvod í Bibl. Arn. IX
337.20 (DS 11.2) muni vera villa fyrir qvoad, en ekki hefur Bjarni
Guðnason tekið mark á því. í handriti því sem Jakob prentaði eftir eru
tveir kapítular í Rer. Dan. fragm. tölusettir með rómversku tölunni
VII. Þessu er haldið óbreyttu í DS. Stafir og orð sem ljóst er að vantar
í handritið eru í útgáfu Jakobs sett innan oddklofa. Þessu er einnig
haldið óbreyttu í DS, sjá t.d. bls. 3-5. En sama er ekki að segja um
texta sem eru teknir eftir íslenskum handritum eða útgáfum gerðum
eftir þeim, sjá t.d. bls. 11-12 í Sqgur Danakonunga, utg. av Carl af Pet-
ersens och Emil Olson, Kpbenhavn 1919-1925 (stytt hér á eftir SD),
þar sem orð og bókstafir sem ekki standa í handriti því sem prentað er
eftir eru innan sviga, en án auðkenna í DS, sjá bls. 54—55. Ef sömu
reglu hefði verið fylgt við frágang íslenska textans og latínunnar hefði
t.d. átt að prenta bls. 54.12 sk(i)pin, 54.14 lé(t), 55.5 (HQrðr svar-
ar):, 55.5 hræddas(tr), 55.11 (Hprðr svarar):, 55.13 fe(i)gð, 55.26
skj(ó)tast, o.s.frv. Eg sé ekki ástæðu til í útgáfu sem þessari að auð-
kenna þannig einstöku stafi sem ritarar handrita hafa hlaupið yfir og
engu fremur í texta Arngríms lærða en öðru efni. Aftur á móti er sjálf-
sagt að auðkenna heil orð, eitt eða fleiri, sem ekki standa í handriti, en
útgefendur bæta inn í texta, svo og allar lagfæringar aðrar á texta
handrita.
Sögubrot af fornkonungum, prentað á bls. 46-71 í DS, er illa varð-
veitt; einungis tveir kaflar sögunnar eru enn til á sex blöðum úr skinn-
bók frá því um 1300, sem hefur verið fallega skrifað handrit, en ekki
sérlega vandað eftirrit eldri texta. Handritið er víða torlesið og sum
orð raunar ólæsileg. Utgefendur SD auðkenndu í útgáfu sinni það sem
ekki varð lesið með vissu og settu innan hornklofa, en innan oddklofa
það sem þeir tóku úr eftirriti Árna Magnússonar af skinnbókinni (AM
1 da fol.). Engin slík auðkenni eru í útgáfu Bjarna Guðnasonar, enda
hefur hann borið textann saman við ljósmyndir af handritinu, sem
voru teknar í útbláu ljósi, og á þeim má raunar greina flest það sem út-
gefendur SD auðkenndu sem óljóst eða ólæsilegt, a.m.k. hef ég ekki
fundið neitt tortryggilegt í því sem ég hef borið saman.
Á bls. 48.12-15 í DS er þessi klausa prentuð orðrétt eftir handritinu:
Ferr þat orð á dóttir mín sé kvenna vitrust, en hon væri it mesta