Gripla - 01.01.1990, Page 79
UM DANAKONUNGA SÖGUR
75
fól, mundi hon eigi annan veg um þetta kjósa, at neita þér, því-
líkum konungi, en mér virðisk miklu heldr Hrœreki.
Neðanmáls er tekið fram að textinn sé brenglaður og líkleg merking
hans sögð þessi:
Það orð fer á, að dóttir mín sé kvenna vitrust, en hún væri hið
mesta fól (= fífl), ef hún kysi ekki á annan veg en þann að neita
þér, þvflíkum konungi, er mér virðist miklu fremri Hræreki.
Og þar fór í verra, því að þessi texti er litlu skiljanlegri en hinn. Útgef-
endur SD bættu ‘(þ°tt)’ við á eftir ‘en’ (DS 48.13), og virðist vera sjálf-
sögð leiðrétting. Ég hefði prentað upphaf klausunnar þannig: ‘Ferr þat
°rð á (at) dóttir mín sé kvenna vitrust, en (þótt) hon væri it mesta
fól’ o.s.frv. Síðasta setningin er örðugri viðfangs; í handritinu hefst
hún á stórum staf: ‘En mer uirðiz mÍKlu helldr hrpr’. Væntanlega er
‘En’ hér í merkingunni er/að,2 og mun þá eiga að skilja setninguna eins
°g Bjarni gerir. En ógerningur er að giska á hvað hafi afbakast eða
fallið niður í þessari setningu.
Kafli sem er tekinn úr ÓlTr (DS 84-90) er orðréttur texti aðalhand-
rits sögunnar, AM 61 fol., tekinn eftir útgáfunni í Editiones Arnamag-
næanæ, Series A, vol. 1 (stytt hér á eftir ÓlTrEA). Þar eru leshættir
annarra handrita prentaðir neðanmáls, en Bjarni Guðnason hefur ekki
hirt um þá. Hann hefur það til afsökunar, að útgáfu ÓlTr er ekki lokið
°g engin grein hefur verið gerð fyrir skyldleika handritanna, en honum
er raunar þannig háttað, að erfitt er að skera úr um hvar texti sé betur
varðveittur í öðrum handritum en 61, einkum þar sem ekki eru öll
handrit sögunnar til samanburðar. En þar sem hægt er að hafa stuðn-
mg af hliðstæðum textum í öðrum ritum er allt auðveldara viðfangs, og
þannig er því raunar háttað um kaflann sem er prentaður í DS; hlið-
stæður texti er í Ragnarssona þætti og að hluta til í Jómsvíkinga sögu
þeirri sem er varðveitt í Perg. 4to nr. 7, skinnbók frá öndverðri 14. öld
í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi (hér eftir stytt Jómsv. 7). Að vísu
telur Bjarni Guðnason að ein af heimildum Ragnarssona þáttar hafi
verið ÓlTr, sjá DS xliv, og væri fengur að þeirri vitneskju ef sönn væri.
Ragnarssona þáttur er í Hauksbók skrifaður af Hauki Erlendssyni
sjálfum, samkvæmt athugunum Stefáns Karlssonar sennilega á árunum
Ólafur Halldórsson, Grœnland í miðaldaritum, Reykjavík 1978, bls. 110.2 og 116,
aths. 3 við 4. kapítula.