Gripla - 01.01.1990, Page 80
76
GRIPLA
1306-08.3 Ef ÓlTr væri ein af heimildum þáttarins hlyti hún að vera
eldri, og þyrfti þá varla að gera því skóna, að Bergur Sokkason hefði
samið hana. Bergur ‘gekk . . . til bræðralags’ á Þingeyrum 1316 eða
1317, en var í læri hjá Lárentíusi Kálfssyni veturinn 1312-13.4 Fyrir
þann tíma hefur hann varla skrifað bækur. En augljóst er að Ragnars-
sona þáttur dugir ekki til að tímasetja ritun ÓlTr eftir honum. Þegar
textar ÓlTr, Ragnarssona þáttar og kaflans í Jómsv. 7 eru bornir sam-
an kemur í ljós, að fáein sameiginleg frávik frá texta ÓlTr eru í Ragn-
arssona þætti og Jómsv. 7; þau eru sem hér segir (vísað til blaðsíðu og
línu í DS, texti ÓlTr fyrir framan hornklofann): 89.12-13 synir Gorms
ins gamla] synir Gorms konungs. 89.14 mart fólk] mikit ríki. 89.21 Ept-
ir þat fóru þeir suðr með landi ok ætluðu til Jórvíkr] Síðan fóru þeir
suðr til Jórvíkr Rsþ, Eptir þat ætluðu þeir til Jórvíkr suðr Jómsv. 7.
89.25-26 Þeir tóku líkit] ok tóku þeir líkit. 90.24 jafnlengðinni] jafn-
lengð. Texti DS 90.6-26 ‘Haraldr - konung’ er dreginn saman í eina
setningu í Ragnarssona þætti: ‘Ok er hann spurði þessi tíðindi, þá hné
hann aptr ok sprakk af harmi annan dag eptir at jafnlengð’, en í
Jómsv. 7 er óstyttur texti; þar af er augljóst að ritari þess handrits hef-
ur ekki stuðst við Hauksbók. í báðum handritunum eru mörg frávik
frá texta ÓlTr og mun fleiri í Hauksbók en í Jómsv. 7, en engin þeirra
koma heim við það sem ætla má að séu frávik frá upphaflegum texta í
handritum ÓlTr. Það verður því að teljast líklegast, að öll þessi verk:
ÓlTr, Ragnarssona þáttur og Jómsv. 7, hafi stuðst við mismunandi
handrit sömu sögu. En eftir er að vita hvaða saga það hafi verið.
í þeim kafla úr ÓITr sem er prentaður á bls. 84-90 í DS hefði að
mínu viti átt að víkja frá texta aðalhandrits og taka upp leshætti ann-
arra handrita sem hér segir (lesháttur 61 fyrir framan hornklofa, upp-
haflegri leshættir annarra handrita fyrir aftan; vísað til blaðsíðu og línu
í DS): 84.12 Lungbarði] Lumbarði. 85.1 hét] heitir. 85.3 aptr] + í ríki
sitt, þá. 85.3 með sér ríki sínu] ríkinu með sér. 87.16 í DanmQrk, er
kallat er] Danmarkar er þá var kallat.5 88.9 Gormr] hann. 89.9 var2]
3 Stefán Karlsson, Aldur Hauksbókar, Fróðskaparrit 13, Tórshavn 1964, bls. 114-21.
4 Laurentius saga biskups, Árni Bjömsson bjó til prentunar, Reykjavík 1969, bls. 73.
Sverrir Tómasson, ‘fslenskar Nikulás sögur’, Helgastaðabók (íslensk miðaldahandrit II),
Reykjavík 1982, bls. 25-27.
5 Hér gæti Bjami Guðnason spurt með réttu, hvers vegna ég hafi sjálfur prentað
texta eftir ÓlTr eins og ég gerði í Jómsvíkinga sögu (Reykjavík 1969), bls. 34, og mundi
mér vefjast tunga um höfuð.