Gripla - 01.01.1990, Page 81
UM DANAKONUNGA SÖGUR
77
varð. 89.15 aðrir] + áðr. 89.25 Þá var] Var þá. 90.7 en] ok. 90.11
þQgðu allir menn] þá þggðu allir. 90.13 dróttningin] dróttning. 90.17 af
honum eru allar fjaðrar] allar fjaðrar eru af honum. 90.17-18 fuglinn
ónýttr] ónýtr fuglinn 90.18 haukr] haukrinn. 90.22 sem] er.
I ÓlTr eru frásagnir af Danakonungum í 60.-65. kapítula inngangur
að því sem í sögunni segir af kristnun Danmerkur í 66.-70. kapítula.
Talið er að frásögnin af kristnun Danmerkur og orrustunni við Dana-
virki sé ættuð úr Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Gunnlaug munk Leifs-
son,6 en engin líkindi eru til að höfundur ÓlTr hafi tekið 60.-65. kap.
ár þeirri sögu. í þessum kapítulum er stuðst við ýmsar heimildir.
Bjarni Guðnason telur í formála fyrir DS, að í 61.-64. kap. sé blandað-
ur texti Jómsvíkinga sögu og Skjöldunga sögu; 61. og 62. kap. telur
hann að mestu styðjast við Jómsvíkinga sögu, en 63. og 64. kynjaða
frá Skjöldunga sögu, að undanskilinni einni málsgrein, ÓlTrEA I
127.18-21 ‘þann - hernadi’.7 En augljóst er að upphaf 61. kap. ÓlTr
getur ekki verið ættað úr neinni gerð Jómsvíkinga sögu, þ.e. ÓlTrEA I
121.17-123.6 ‘Þa er Sigurðr hringr - Gormr en heimski’. Ég fæ ekki
betur séð en að Bjarni Guðnason hefði átt að taka þennan kafla með í
DS; samkvæmt greinimarki því sem hann notar til að skilja að efni ætt-
að úr Jómsvíkinga sögu og Skjöldunga sögu hlyti þessi kafli að vera
kynjaður úr Skjöldunga sögu. í þessum kafla er stuðst við engilsax-
neskt konungatal, samskonar og það sem var á skinnbók í Resenssafni
°g er varðveitt í eftirritum, meðal annars vönduðu eftirriti Árna
Magnússonar í AM 1 eþ II fol., f. 85v-87r. í 61. kap. ÓlTr segir frá því
að Sigurður hringur fór með miklu liði vestur til Englands að leggja
undir sig það ríki ‘er Haraldr hilditpnn frændi hans hafði átt . . . ok
fyrir Haraldi ívarr enn víðfaðmi’. Sagt er að þar réð þá fyrir ‘Ingjaldr
• ■ • ok er svá sagt at hann væri bróðir Vestrsaxa konungs.’ (í AM 61
fol. stendur ‘petrs saxa konungs’, sem er mislestur). í konungatali Res-
ensbókar er konungur þessi nefndur ‘Ingeld broð/r vestr saxa kon-
ungs’. I ÓlTr segir að Ingjaldur og Ubbi sonur hans féllu fyrir Sigurði
hring, en Sigurður setti Ólaf Kinriksson yfir ríkið, og segir að Ólafur
þessi ‘var son Kinriks þess er sagt er að væri bróðurson Móaldar digru,
Bjarni Aðalbjarnarson, Om de norske kongers sagaer (Skrifter utg. av Det Norske
Videnskaps-Akademi i Oslo II. Hist.-Filos. Klasse. 1936. No. 4.), Oslo 1937. Sjá bls. 91,
92 og 97-98.
7 Sjá bls. xlviii-li.