Gripla - 01.01.1990, Page 83
UM DANAKONUNGA SÖGUR
79
ula alla úr einu og sama ritinu, og verður seint svarað hvaða rit það
hafi verið. Sjálfum finnst mér raunar trúlegast að þeir séu ættaðir úr
glötuðu upphafi Knýtlinga sögu.
Fræðimönnum kemur saman um að upphaf Knýtlinga sögu sé glat-
að, en varðveitt gerð þannig til komin, að Sögubroti hafi verið skeytt
framan við hana í stað upphaflegs kafla, þar sem hafi verið sagt frá
Danakonungum fram til dauða Gorms gamla. Til þessa gæti bent, að
varðveittar leifar Sögubrots í AM 1 eþ I fol. eru úr sama handriti og 9
blöð úr Knýtlinga sögu í AM 20 b I fol. Skoðanir fræðimanna á þessu
eru raktar í skömmu og skýru máli á bls. lxxi-lxxiii í formála Bjarna
Guðnasonar fyrir DS. Carl af Petersens og Emil Olson geta þess í inn-
gangi að SD, að í einstöku atriðum sé munur á rithætti í Sögubroti í
AM 1 eþ I fol. og Knýtlinga sögu í AM 20 b I fol., og væri einfaldast
að gera ráð fyrir að það stafaði af því, að ritari hefði ekki skrifað Sögu-
brot eftir sama forriti og Knýtlinga sögu.10 Ef þetta er rétt bendir það
hl þess að sá sem skrifaði handrit það sem brotin úr Sögubroti og
Knýtlinga sögu eru leifar af hafi sjálfur skeytt þessum sögum saman,
en lok Sögubrots og upphaf Knýtlinga sögu hafa glatast úr þessu hand-
nti, og verður þess vegna ekki vitað hvernig texti á samskeytum sagn-
anna í þessu handriti hafi verið. En skýring á mismunandi rithætti í
Sögubroti og Knýtlinga sögu getur verið önnur en sú, að ritarinn hafi
farið eftir tveimur forritum; í fyrsta lagi er ekki handvíst að mismunur-
inn eigi rætur að rekja til forrita, en í öðru lagi getur að sjálfsögðu ver-
ið að forrit hafi verið skrifað af tveimur eða fleiri mönnum, þótt um
eitt handrit hafi verið að ræða. Af þeim sökum er óþarft að gera ráð
fyrir að ritari Sögubrots hafi sjálfur skeytt þeirri sögu framan við
Knýtlinga sögu í stað upphaflegs texta.
Knýtlinga saga var á skinnbók í Háskólabókasafni í Kaupmanna-
höfn, en sú bók brann með safninu 1728. Talið er að þetta handrit
(Codex Academicus, stytt hér á eftir Cod. Ac.) hafi verið skrifað á ís-
landi um 1300. Árni Magnússon gerði sjálfur vandað eftirrit af skinn-
bókinni, en langur kafli úr því eftirriti hefur glatast. Textinn er þó
varðveittur bæði í eftirritum ættuðum frá handriti Árna og frumprent-
un Knýtlinga sögu, sem var gerð í Kaupmannahöfn á árunum 1740-42,
Sggur Danakonunga, utg. av Carl af Petersens och Emil Olson, K0benhavn 1919-
1925, bls. lix-lx.