Gripla - 01.01.1990, Side 84
80
GRIPLA
en komst aldrei á markað.11 Texti 1.-21. kapítula sögunnar er varð-
veittur einungis í eftirritum ættuðum frá Cod. Ac., og er augljóst, ef
það handrit hefur verið heilt þegar Árni Magnússon gerði sitt eftirrit,
að í því hefur Sögubroti ekki verið skeytt framan við Knýtlinga sögu.
Textar í Cod. Ac. og AM 20 b I fol. eru náskyldir, en þó greinilegt að
hvorugt handritið hefur verið skrifað eftir hinu.
Á bls. clxxxiv í DS hefur Bjarni Guðnason þetta að segja um feril
Cod. Ac.:
Arild Hvitfeldt, kanslari Danakonungs, komst yfir bókina 1588
úr hendi Magnúss Björnssonar, sem Árni Magnússon hyggur
hafi verið sonarsonur Jóns biskups Arasonar.
Neðanmáls er vísað í heimild: ‘Sjá Kr. Kálund: Katalog over de oldn.-
isl. hándskrifter i Det store kgl. Bibliotek o.fl. (Kh. 1900), X og nmgr.
2.’ En þar stendur ekkert um að Hvitfeldt hafi fengið bókina frá
Magnúsi Björnssyni, og ekki stendur það heldur á minnisseðlum Árna
Magnússonar í AM 20 c fol., sem Kálund vísar til. Minnisgrein Árna
Magnússonar um þetta handrit er á bls. 33-36 í AM 20 c fol. með
hendi eins af skrifurum Árna; hún hefur aldrei verið prentuð í heilu
lagi, og er rétt að bæta úr því:
Framan á membrana Academica sem mitt Knytlinga Sögu ex-
emplar er epterskifad, stendur:
Til Areldt Huitfelltt Danmarks rijkis Canceller fra Island 1588.
Á Spatiu hennar j einum stad stendur skrifad
Magnw.s Biorns son a þessa (bok) med gudz rieti þui fader min
hefur giefid þier hana. H. . . Pietwr son.12
Um þenna Magnús Biórnsson consulerade eg fyrrum j Kaupen-
hafn Biörn Magnusson þá hann þar sidast var, og meinte hann
ad þesse Magnux Biórnsson munde eiga ad vera sonar sonur
biskups Jons Arasonar, hver buid hefdi á Hofi á Hófdastrónd,
Item á Grund j Eyiafirde. Þad liet hann vi'st vera, ad ecki mundi
hier under skiliast Magnus Biórnsson (lógmadnr) fader sinn.
Hvad og satt mun vera, þvi hafi þessi codex 1588. frá Jslandi far-
11 Jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík (Safn Fræðafjelagsins um ísland og ís-
lendinga V), Kaupmannahöfn 1926, bls. 218-19.
a Um Magnús Björnsson, sjá Einar Bjarnason, Lögréttumannatal, Reykjavík 1952-
1955, bls. 361-62. Nafn manns þess sem þetta skrifaði hefur Árni Magnússon ekki getað
lesið, nema upphafsstafinn. Enginn vegur er að vita hvaða maður þetta hefur verið.