Gripla - 01.01.1990, Page 85
UM DANAKONUNGASÖGUR
81
id (sem vist synest) þá er liöst, ad sa Magnus biórnsson getur
hann ec/cj áttan haft. Þad er og óefad, ad þessi codex hefur epter
Hvitfeldtz dauda med ódrum hans relictis carthis komid in Bib-
liothecam Academicam, og filger þar af ad hann hefur alldrie
aptur til Jslandz komest. Þessu til styrkingar er, (jafnvel þótt þad
eige kunne bevising kallast) ad af þessum codice hefur eckert
apographum á Jslandi vered, þad menn vita, fyrr en/i nu nylega
ad eg feck Sira Þorde Jonssyne, eitt gott exemplar j 4to med
hende Hakonar Hannessonar, ritad j Kaupenhafn, anrco . . . .
Epter þe/'rre Copiu er eg sialfur skrifad hafde, epter nefndum
codice Academico. Sidan 1702. tók eg mitt exemplar med til
Jslandz, var þad um veturin/i 1705=1706. j láne hia biskupinum
Mag: Jone Thorkelssyne, og liet hann þar epter skrifa eitt ex-
emplar af Benedict Einarssyne. Og eru svo nu (1707.) þesse tvo
apographa til af nefndum codice Academico, fyrir utan mitt, enn
ecke fleire þad eg veit.
Þetta um Magnus Biórnsson skrifa eg þvi svo greinilega, ad eg
ecke sidan j villu eigne Magnuse Biórnssyne lögmanne þen/ian/i
codicem Academicum, hellst ef mier kyn/ii j min/ii ad falla bref
Sira Sveins Jonssonar, sem eignar nefndum lðgmanne Knytlinga
Sógu. Hvad ef riett er (sem þad vera mun) þá hefur þad óefad
vered sá codex j folio, sem Mag. Brijnjolfur sina Knytlinga Sögu
hefur epter skrifa láted, og til min er sidan komen/i nordan ur
lande.
Á öðrum seðli með sömu hendi stendur:
A þeirre membrana in 4‘° er mitt Knytlinga Sógu Exemplar er
epter skrifad.13
En þetta er dregið út. Það sem á þessum seðlum stendur er hið eina
sem vitað verður um Cod. Ac., að undanskildu því sem verður ráðið
af eftirriti Árna.
Varðveitt upphaf Knýtlinga sögu er einkennilegt. Sagan hefst með
frásögn af Haraldi Gormssyni, en allt sem segir af honum, Sveini
tjúguskegg, Knúti ríka Sveinssyni og Hörða-Knúti syni hans er því lík-
ast að það sé útdráttur einn úr öðrum heimildum. Bjarni Guðnason
ræðir upphaf sögunnar í formála, rekur það sem fræðimenn á undan
13
AM 20 c fol., bl llr.