Gripla - 01.01.1990, Síða 87
UM DANAKONUNGA SÖGUR
83
með rómverskum tölum og skrifað fyrirsagnir í næstu línu fyrir neðan,
eða á eftir tölunni; þær fyrirsagnir eru ugglaust teknar eftir skinnbók-
inni. A undan fyrsta kapítula stendur: ‘Cap: I.’, en engin fyrirsögn er
þar á eftir. Þó hefur ugglaust verið fyrirsögn við upphaf þessa kapítula
í Cod. Ac., en varla samhljóða titlinum í eftirriti Árna. Orðin ‘Æfi
Danakonunga’ gætu þó verið úr fyrirsögn í Cod. Ac.
I AM 180 b fol., skinnbók sem væntanlega hefur verið skrifuð um
1500,17 er samfelldur kafli úr Knýtlinga sögu, sem hefst á orðunum:
‘um sumarit fóru þeir Magnús ok Haraldr . . .’ í 22. kap. (DS 133.11)
og lýkur með 88. kapítula. En þessum kafla er undarlega komið fyrir í
handritinu. Texti sögunnar hefst í 9. línu á f. 19v með 28. kapítula og
endar neðst á bl. 32v á næst síðustu setningu 88. kapítula, en þar lýkur
fjórða kveri bókarinnar, og eru griporð á spássíu undir texta, eins og
annars staðar á síðustu blaðsíðum kvera; þar á eftir vantar í handritið,
°g er ljóst af eftirritum að lok sögunnar, 89.-130. kapítuli, hafa glatast,
svo og framan af 22. kapítula. Ljóst er að 22.-27. kapítuli, það er kafli
sögunnar af Sveini konungi Úlfssyni og Haraldi hein syni hans, og
e.t.v. allt upphaf sögunnar, hefur verið skrifaður aftar í handritið en
hinn hlutinn.18 Yfir texta á f. 19v stendur: ‘Knytlinga Saga byriazt
hier’, og segir Árni Magnússon í AM 20 c fol., bl. 30r-v, að þetta sé
með hendi Brynjólfs biskups Sveinssonar: ‘Hefur hann og in margine
þma sama codicis, circa initium hujus historiæ, med eigen hende nafn
hennar annoterad . . .’ Eftirrit af Knýtlinga sögu í 180 b, gert meðan
í fmmriti Oddverjaannáls, AM 417 4to, eru fáeinar klausur sem styðjast við Knýtl-
'nga sögu (við ár 1006, 1088 og líklega víðar), og á bls. 33r eru tvær klausur skrifaðar á
spássíu, þ.e. DS 137.20-138.1 (SD 63.18-22) og DS 135.4-10 (SD 60.22-61.7). f þessum
klausum eru leshættir sem koma heim við 180 b eitt varðveittra handrita. Samkvæmt at-
hugunum Eiríks Þormóðssonar og Stefáns Karlssonar er AM 417 4to skrifað með hendi
Gísla Þórðarsonar lögmanns (um 1545-1619), en hann var tengdafaðir Magnúsar lög-
manns Björnssonar, sem Árni Magnússon nefnir í minnisgrein þeirri í AM 20 c fol., sem
er prentuð hér á undan, að hafi átt handrit það af Knýtlinga sögu sem Brynjólfur biskup
lét skrifa eftir, þ.e. 180 b. Heimild Árna fyrir því að Magnús lögmaður hafi átt 180 b er
bréf frá Sveini presti Jónssyni á Barði til Brynjólfs Sveinssonar biskups, sjá Bibl. Arn.
VII, bls. 477, aths. við bls. 251.7. f Oddverjaannál er í annálagrein 1006 stuðst við kafl-
ann um Knút ríka í Knýtlinga sögu, sjá Islandske Annaler indtil 1578. Udg. ved Dr.
Gustav Storm. Christiania. 1888. Bls. 467. Ennfremur DS 122-24. Þetta bendir til að
upphaflega hafi verið meira af texta Knýtlinga sögu í 180 b en eftirrit frá 17. öld gefa til
kynna.
18
Laurentius saga biskups, Ámi Björnsson bjó til prentunar, Reykjavík 1969, bls.
xxvii-xxviii.