Gripla - 01.01.1990, Síða 88
84
GRIPLA
handritið var heilla en það er nú, er AM 1005 4to, skrifað á fyrri hluta
17. aldar; það handrit átti Ole Worm, og er líklegt að Þorlákur biskup
Skúlason hafi sent honum það 1639.19 í þessu handriti eru engar fyrir-
sagnir, en í öðru eftirriti, Gl. kgl. sml. 1006 fol., sem er skrifað af séra
Jóni Erlendssyni í Villingaholti, er fyrirsögn: ‘Hier Byriar Knytlinga
Savgv, fi'rst af Knute Dana könng’, og í því handriti hefur einnig verið
‘Soguþattur af Sueine konge Vlfssyne’.20 Brynjólfur biskup hefur
klausu úr Knýtlinga sögu í bréfi til Ole Worm, sem er dagsett 24. júlí
1649, og er auðséð að klausan er tekin eftir handriti Jóns Erlendsson-
ar.21 En eldri heimild um nafn sögunnar er klausa sem Árni Magn-
ússon hefur tekið upp úr bréfi frá Brynjólfi Sveinssyni til Arngríms
lærða og Árni getur á þessa leið:
1642. Brynolfus Svenonius Arngrimo Jonæ scribit, petitqve: ut
sicubi delitescere sciat Knitlinga Sögu, sibi indicium faciat, ut ad
tempus saltem inspicere qveat.22
í þessu sama bréfi hefur Brynjólfur einnig spurt Arngrím um Skjöld-
unga þátt, sjá AM 1 eþ II fol., bl. 77r, þar sem Árni vitnar í þetta bréf
með sama orðalagi og í klausunni hér á undan, nema í stað ‘Knitlinga
Sögu’ stendur ‘Skiolldunga þatt’ og í stað síðasta orðsins ‘qveat’ stend-
ur ‘detur’. En elsta heimild um nafn sögunnar, sem mér er kunnugt
um, er Specimen Lexici Runici, sem Ole Worm gaf út í Kaupmanna-
höfn 1650; frumgerð þess tók séra Magnús Ólafsson í Laufási saman,
væntanlega á síðustu árum ævi sinnar, en hann lést 1636; þar er við
orðin ‘Kongsæler’ og ‘Hein’ vitnað í ‘Knitlinga Sogu’ og ‘Knitlinga
Sag:’ og undir ‘Klækur’ í ‘Knitlingu’, og er engin ástæða til að ætla
annað en að þetta sé komið úr handriti séra Magnúsar.23 Af þessu er
ljóst að á 17. öld hefur sagan verið nefnd Knýtlinga saga, og þess
vegna hefur Árni Magnússon sett orðin: ‘vulgo Knytlinga saga’ í titil
eftirrits síns af Cod. Ac., en ekki vegna þess að þau hafi staðið í skinn-
bókinni.
19 Bibl. Arn. VII, bls. 299-300 og 502, aths. viö bls. 300.27-28.
20 Katalog over de oldnorsk-islandske hindskrifter i Det store kongelige bibliotek,
[Kr. Kálund], K0benhavn 1900, bls. 16-17.
21 Bibl. Arn. VII, bls. 120.4-10 og 415, aths. við bls. 120.3.
22 AM 20 c fol., bl. 2r.
23 Anthony Faulkes, ‘The Sources of Specimen Lexici Runici’, íslenzk tunga, 5. árg.,
bls. 32 og 90-92.